fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Pressan

Harvey Weinstein greindur með kórónuveiruna

Ritstjórn Pressunnar
Sunnudaginn 22. mars 2020 22:31

Harvey Weinstein.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndaframleiðandinn og dæmdi kynferðisbrotamaðurinn Harvey Weinstein hefur greinst með kórónuveiruna sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19.

Hinn 68 ára gamli Weinstein dvelur nú í einangrunarklefa í Wende-öryggisfangelsinu í New York-ríki í Bandaríkjunum, en nýverið var fundinn sekur um nauðgun og önnur kynferðisbrot og afplánar nú 23 ára fangelsisdóm vegna þess.

Það tók kviðdóm í málinu gegn Weinstein fimm daga að komast að niðurstöðu. Hann var á endanum sakfelldur fyrir brot gegn tveimur konum, en sýknaður af alvarlegustu ákærunum. Þær hefðu getað leitt til þess að hann sæti inni til æviloka.

Tugir kvenna stigu fram fyrir nokkrum árum og sökuðu Harvey Weinstein um ýmis kynferðisbrot gegn þeim. Vitnisburður þeirra er talinn hafa komið af stað #metoo-byltingunni, sem varð til þess að fjölmargir karlmenn í háum stöðum voru bornir þungum sökum um kynferðisofbeldi gegn konum.

Talið er að Weinstein sé einn tveggja fanga í Wende sem greinst hafa með veiruna. Í New York-ríki hafa yfir 15 þúsund manns greinst og 114 látist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nýbirt skjöl varpa ljósi á ástæður þess að hann sviðsetti eigið andlát

Nýbirt skjöl varpa ljósi á ástæður þess að hann sviðsetti eigið andlát
Pressan
Fyrir 5 dögum

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump brjálaður út í Ísrael eftir árásina í gær – „Ég er ekki ánægður“

Trump brjálaður út í Ísrael eftir árásina í gær – „Ég er ekki ánægður“