fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Pressan

Ryanair kaupir 75 Boeing 737 Max til viðbótar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. desember 2020 15:15

Ryanair lætur finna fyrir sér.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjá írska lággjaldaflugfélaginu Ryanair er peningakassinn langt frá því að vera tómur þrátt fyrir að heimsfaraldur kórónuveirunnar hafi gert flugfélögum síðustu mánuði mjög erfiða. Félagið pantaði í síðustu viku 75 Boeing 737 Max flugvélar í viðbót við þær 60 sem það hafði áður pantað.

Það verður því nóg að gera hjá Boeing á næstunni við að framleiða vélarnar fyrir Ryanair en Max vélarnar hafa að mestu staðið á jörðu niðri síðan í mars á síðasta ári þegar þær voru kyrrsettar í kjölfar tveggja mannskæðra flugslysa. Bandarísk flugmálayfirvöld hafa nú veitt þeim flugheimild á nýjan leik en það hafa evrópsk flugmálayfirvöld hins vegar ekki enn gert.

Á fréttamannafundi í Washington, þar sem Michael O‘Leary, forstjóri Ryanair, tilkynnti um kaupin sagði hann Boeing 737 Max vera frábærar vélar. Kaupverð vélanna er sem svarar til um 2.750 milljarða íslenskra króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Víðtæk leit að manni sem grunaður er um að skjóta fjóra menn til bana á bar

Víðtæk leit að manni sem grunaður er um að skjóta fjóra menn til bana á bar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

ChatGPT er meðuppalandi – „Frábært að slökkva á heilanum og láta gervigreindina hjálpa mér að ala upp barnið mitt“

ChatGPT er meðuppalandi – „Frábært að slökkva á heilanum og láta gervigreindina hjálpa mér að ala upp barnið mitt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál
Pressan
Fyrir 4 dögum

Talsmaður Hvíta hússins blandar sér í auglýsingadramað – „Þeir eru komnir með nóg af þessu rugli“

Talsmaður Hvíta hússins blandar sér í auglýsingadramað – „Þeir eru komnir með nóg af þessu rugli“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut