fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Pressan

2.000 farþegar skemmtiferðaskips í sóttkví – Eitt kórónuveirusmit um borð

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. desember 2020 10:10

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skemmtiferðaskipið Quantum of the Seas sigldi í gær til hafnar í Singapore, þaðan sem það sigldi á sunnudaginn, vegna þess að farþegi um borð greindist með kórónuveiruna. 2.000 farþegar eru nú í sóttkví og fá ekki að fara í land fyrr en smitrakningu er lokið.

Skipið er gert út af Royal Caribbeans sem hafði blásið til siglingarinnar undir heitinu „cruisetonowhere“ en skipið átti ekki að koma til hafnar í fjögurra daga siglingu sinni. Hún var hugsuð sem möguleiki fyrir fólk til að breyta til í miðjum kórónuveirufaraldrinum og njóta lífsins um borð.

Í tilkynningu frá Royal Caribbean segir að búið sé að ljúka fyrstu umferð smitrakningar og taka sýni úr öllum þeim sem áttu í samskiptum við smitaða farþegann. Enginn hafi greinst með smit. Nú hefjist önnur umferð smitrakningar og ef allt gangi að óskum fái farþegarnir að fara í land að henni lokinni.

Útgerðir skemmtiferðaskipa hafa átt á brattann að sækja að undanförnu vegna heimsfaraldursins og því hafa útgerðir í Singapore reynt að fá peninga í kassann með því að bjóða upp á siglingar sem þessar, þar sem hvergi er farið í land.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ein helsta stuðningskona Trump á þingi sökuð um að vera vinstrisinnuð

Ein helsta stuðningskona Trump á þingi sökuð um að vera vinstrisinnuð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Það er hægt að sigra popúlista og öfgahægrihreyfingar“

„Það er hægt að sigra popúlista og öfgahægrihreyfingar“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing