fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Pressan

2.000 farþegar skemmtiferðaskips í sóttkví – Eitt kórónuveirusmit um borð

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. desember 2020 10:10

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skemmtiferðaskipið Quantum of the Seas sigldi í gær til hafnar í Singapore, þaðan sem það sigldi á sunnudaginn, vegna þess að farþegi um borð greindist með kórónuveiruna. 2.000 farþegar eru nú í sóttkví og fá ekki að fara í land fyrr en smitrakningu er lokið.

Skipið er gert út af Royal Caribbeans sem hafði blásið til siglingarinnar undir heitinu „cruisetonowhere“ en skipið átti ekki að koma til hafnar í fjögurra daga siglingu sinni. Hún var hugsuð sem möguleiki fyrir fólk til að breyta til í miðjum kórónuveirufaraldrinum og njóta lífsins um borð.

Í tilkynningu frá Royal Caribbean segir að búið sé að ljúka fyrstu umferð smitrakningar og taka sýni úr öllum þeim sem áttu í samskiptum við smitaða farþegann. Enginn hafi greinst með smit. Nú hefjist önnur umferð smitrakningar og ef allt gangi að óskum fái farþegarnir að fara í land að henni lokinni.

Útgerðir skemmtiferðaskipa hafa átt á brattann að sækja að undanförnu vegna heimsfaraldursins og því hafa útgerðir í Singapore reynt að fá peninga í kassann með því að bjóða upp á siglingar sem þessar, þar sem hvergi er farið í land.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Engin sprengja gerir það sem þetta er að gera“ – Trump stimplar fentanýl sem gereyðingarvopn

„Engin sprengja gerir það sem þetta er að gera“ – Trump stimplar fentanýl sem gereyðingarvopn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullt mál í Miami – Starfsmenn afsláttavöruverslunar fundu nakið lík í frystinum

Dularfullt mál í Miami – Starfsmenn afsláttavöruverslunar fundu nakið lík í frystinum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikil reiði eftir að hrottalegur nauðgari slapp við fangelsisvist – Einn þolandi var nær dauða en lífi

Mikil reiði eftir að hrottalegur nauðgari slapp við fangelsisvist – Einn þolandi var nær dauða en lífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Pulp Fiction-stjarnan fannst liggjandi í eigin blóði á föstudaginn – Dularfull skilaboð fundust við hlið hans

Pulp Fiction-stjarnan fannst liggjandi í eigin blóði á föstudaginn – Dularfull skilaboð fundust við hlið hans
Pressan
Fyrir 6 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal