fbpx
Föstudagur 24.október 2025
Pressan

Telja að fjallaljón hafi orðið manni að bana í Texas

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 8. desember 2020 20:31

Fjallaljón. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fimmtudaginn fundu lögreglumenn lík Christopher Allen Whiteley í óbyggðum í Texas. Hans hafði verið saknað síðan á miðvikudaginn þegar hann hvarf nærri Lipan sem er um 80 km suðvestan við Fort Worth.

Á laugardaginn skýrði lögreglan frá því að villt dýr hafi orðið Whiteley að bana, hugsanlega fjallaljón. CNN skýrir frá þessu. Lögreglan sagði að krufning hafi leitt þetta í ljós og að lögreglan og sérþjálfaðir veiðiverðir væru nú að reyna að finna ljónið.

Íbúar eru hvattir til að sýna aðgæslu og halda börnum og gæludýrum inni að næturlagi en fjallaljón eru aðallega á ferð að næturlagi. Sjaldgæft er að fjallaljón sýni sig í norðurhluta Texas en yfirvöld sögðu á þriðjudag í síðustu viku að sést hefði til ljóns í Rowlett, sem er úthverfi Dallas, sem er í 160 km fjarlægð frá staðnum þar sem Whiteley var drepinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Langaði rosalega að sjá hverjir myndu koma í útförina hans

Langaði rosalega að sjá hverjir myndu koma í útförina hans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fleygði rotnandi líki kærastans í ruslið – Lyktin kom upp um hann

Fleygði rotnandi líki kærastans í ruslið – Lyktin kom upp um hann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Prestur í áfalli eftir að hafa uppgötvað hver afi hans var

Prestur í áfalli eftir að hafa uppgötvað hver afi hans var
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari missir starfsleyfið eftir skilaboðaspjall við 15 ára nemanda

Kennari missir starfsleyfið eftir skilaboðaspjall við 15 ára nemanda
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mál glæsikvendis skekur Brasilíu – Móðir, laganemi og raðmorðingi

Mál glæsikvendis skekur Brasilíu – Móðir, laganemi og raðmorðingi