fbpx
Þriðjudagur 14.október 2025
Pressan

Sænskur yfirlæknir – „Við höldum þetta kannski út í tvo mánuði til viðbótar“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 4. desember 2020 05:45

Sjúklingi sinnt á gjörgæsludeild. Mynd: EPA-EFE/STEPHANIE LECOCQ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega 2.000 COVID-19-sjúklingar liggja nú á sænskum sjúkrahúsum en rúmlega 7.000 manns hafa látist af völdum COVID-19 í landinu síðan faraldurinn skall á. Heimsóknabann er á stærsta sjúkrahúsi Stokkhólms, sem er næststærsta sjúkrahús landsins, Karolinska en innandyra berjast læknar, hjúkrunarfræðingar og ekki síst sjúklingarnir upp á líf og dauða. Björn Persson, yfirlæknir á gjörgæsludeild sjúkrahússins segir álagið vera gríðarlegt.

Norska ríkisútvarpið skýrir frá þessu. Haft er eftir yfirlækninum að nokkur rúm séu enn laus en það sé bara vegna þess að búið sé að tvöfalda fjölda legurýma frá því sem áður var. „Ég held að við höldum þetta kannski út í tvo mánuði til viðbótar. Þetta verður mjög erfitt en við verðum að hjálpa sjúklingunum. Það er ekkert val,“ er haft eftir honum.

„Það er mikið álag á starfsfólk gjörgæsludeilda núna. Við vorum með of fátt starfsfólk þegar þetta skall á. Það þýðir að hver og einn verður að sinna enn fleiri sjúklingum og það er mjög krefjandi. Allir vinna yfirvinnu og dagarnir eru mjög langir,“ sagði hann einnig.

Af þeim rúmlega 2.000 COVID-19-sjúklingum sem liggja nú á sænskum sjúkrahúsum eru um 250 á gjörgæsludeildum. Þetta eru of margir sjúklingar að sögn Björn sem segir að innlögnum verði að fækka: „Við höldum þetta ekki út lengi til viðbótar. Ég er hræddur um að gjaldið verði hátt til langs tíma litið. Ég óttast að starfsfólkið veikist, brenni út og hætti síðan störfum eða færi sig um set því það vill ekki lenda aftur í svona aðstæðum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gömul ritgerð eftir varnarmálaráðherra vekur athygli

Gömul ritgerð eftir varnarmálaráðherra vekur athygli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hakkarar í Norður-Kóreu beina spjótum sínum að nýju skotmarki

Hakkarar í Norður-Kóreu beina spjótum sínum að nýju skotmarki
Pressan
Fyrir 4 dögum

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segist ekki ætla að gera sömu mistök í hjónabandi sínu og foreldrar hans gerðu

Segist ekki ætla að gera sömu mistök í hjónabandi sínu og foreldrar hans gerðu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hóta að slátra 30 mjöldrum ef ekki fáist peningar fyrir þá

Hóta að slátra 30 mjöldrum ef ekki fáist peningar fyrir þá
Pressan
Fyrir 6 dögum

Morðingjanum finnst ekkert gaman í fangelsi og kvartar sáran

Morðingjanum finnst ekkert gaman í fangelsi og kvartar sáran