fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
Pressan

Sónarmyndirnar sýndu óhugnaðinn í maga hans

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 3. desember 2020 06:55

Hér sjást ormar í maga manns. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:Chaurasia & Bhoi, NEJM, 2020

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir tengja það við hamingju þegar farið er í sónar enda fara verðandi mæður oft í slíka myndatöku. En fyrir tvítugan mann frá Nýju-Delí á Indlandi tengist minningin um sónar öðru en hamingju. Myndatakan sýndi að í maga hans var fjöldi sníkjudýra, orma sem geta orðið allt að 30 sm á lengd.

Videnskab.dk skýrir frá þessu. Fram kemur að þegar læknar sáu sónarmyndirnar hafi þeir séð fjölda lifandi orma í maga mannsins. Hann var lagður inn á sjúkrahús degi áður þar sem hann var með magaverki, niðurgang og uppköst.

Fyrstu rannsóknir sýndu að hann var með há gildi af hvítum blóðkornum, sem er yfirleitt merki um sýkingu, og mikið magn hemoglóbíns en það getur verið merki um allt frá ofþornun til blóðkrabbameins. Það var ekki fyrr en sónarmynd var tekin sem í ljós kom hver ástæða veikindanna var.

Í framhaldinu var saur mannsins rannsakaður og fundust þá egg spóluorms, Ascaris lumbircoides, sem er sníkjudýr af hringormaætt. Hann getur orðið allt að 30 sm á lengd og er algengasta sníkjudýrið í mönnum. Talið er að 800 milljónir til 1,2 milljarðar manna séu með orma af þessari tegund í iðrum sér.

Ormurinn er algengur í heitum löndum þar sem hreinlætisaðstæður eru bágbornar og erfitt er að verða sér úti um hreinlætisefni. Ormurinn er algengur á Indlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Langaði rosalega að sjá hverjir myndu koma í útförina hans

Langaði rosalega að sjá hverjir myndu koma í útförina hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fleygði rotnandi líki kærastans í ruslið – Lyktin kom upp um hann

Fleygði rotnandi líki kærastans í ruslið – Lyktin kom upp um hann
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík
Pressan
Fyrir 6 dögum

Mál glæsikvendis skekur Brasilíu – Móðir, laganemi og raðmorðingi

Mál glæsikvendis skekur Brasilíu – Móðir, laganemi og raðmorðingi