fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Pressan

Dæmd í fjögurra ára fangelsi fyrir að skýra frá kórónuveirufaraldrinum í Wuhan

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 29. desember 2020 19:33

Aðgerðasinnar mótmæla dóminum yfir Zhang Zhan. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Zhang Zhan, 37 ára fyrrum lögmaður og sjálfstætt starfandi fréttamaður, var um jólin dæmd í fjögurra ára fangelsi fyrir að flytja fréttir af kórónuveirufaraldrinum í Wuhan í Kína. Hún var handtekin í maí fyrir að „efna til átaka og ögra“ en þetta eru sakargiftir sem kínversk yfirvöld nota gjarnan þegar þau láta til skara skríða gegn aðgerðasinnum, fréttamönnum og fólki sem er ekki sammála þeirri línu sem yfirvöld leggja.

Réttarhöldin yfir Zhang hófust á mánudaginn og nokkrum klukkustundum síðar var dómur kveðinn upp að sögn verjanda hennar. Hún var dæmd í fjögurra ára fangelsi. The Guardian skýrir frá þessu.

Á sama tíma hófust einnig réttarhöld yfir 10 Hong Kongbúum sem eru í haldi í Kína. Þeir eru sakaðir um að hafa reynt að flýja til Taívan. Það er engin tilviljun að réttarhöldin yfir þeim og Zhang fari fram núna en það er gert til að reyna að forðast gagnrýni frá Vesturlöndum þar sem jólin eru núna í aðalhlutverki auk heimsfaraldurs kórónuveirunnar.

Í ákærunni á hendur Zhang kom fram að hún hefði sent falskar upplýsingar frá sér og birt á miðlum á borð við Twitter, YouTube og WeChat. Hún var einnig ákærð fyrir að hafa farið í viðtöl við erlenda fjölmiðla á borð við Free Radio Asia og Epoch Times þar sem hún var með vangaveltur um kórónuveirufaraldurinn í Wuhan. Fjögurra ára fangelsis var krafist yfir henni.

Zhang hefur verið fjötruð allan sólarhringinn að undanförnu og matur hefur verið neyddur ofan í hana eftir að hún fór í hungurverkfall. Lögmaður hennar segir að hún hafi lést um 15 til 20 kíló og að hár hennar hafi verið klippt stutt. Hún sé illa farin andlega, hver dagur sé eins og pynting.

Zhang neitaði öllum sakargiftum og sagði að fréttaflutningur hennar af faraldrinum hafi verið byggður á upplýsingum frá íbúum í Wuhan. Í fréttaflutningi sínum var hún oft gagnrýnin í garð kínverskra stjórnvalda og leyndarhyggju þeirra sem og ritskoðunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina
Pressan
Fyrir 6 dögum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca