fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Pressan

530 lík COVID-19 sjúklinga hafa legið í frystigámum í New York mánuðum saman

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 28. desember 2020 06:50

Mörg hundruð lík eru enn í frystigámunum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dánartölurnar af völdum heimsfaraldurs kórónuveirunnar hafa náð nýjum hæðum í Bandaríkjunum. Í mörgum borgum er nú verið að setja upp líkhús til bráðabirgða. Í apríl voru það frystigámar, fullir af líkum, í New York sem urðu einhverskonar táknmynd þess mikla hryllings sem átti sér stað í borginni en hún var miðpunktur faraldursins. Allt að 800 manns létust þar á hverjum sólarhring og líkhús borgarinnar fylltust fljótt. Um 135 frystigámum var komið fyrir við sjúkrahús til að hægt væri að geyma líkin.

En það var ekki nóg og því þurfti að setja upp hillur í gámunum til að auka geymslurými þeirra enn frekar að sögn New York Times. Útfararstofur, kirkjugarðar og líkbrennslur réðu ekki við álagið. Ættingjar þorðu ekki að bera kennsl á lík ástvina sinna af ótta við að smitast. Byrjað var að grafa lík, sem ekki var búið að bera kennsl á, í fjöldagröf á Hart Island sem er lítil eyja rétt við borgarmörkin.

Þann 9. apríl voru birtar loftmyndir af fjöldagröfunum og vöktu þær reiði í borginni, sérstaklega hjá þeim sem höfðu misst ástvini og óttuðust að þeir yrðu settir í fjöldagrafirnar. Í kjölfarið breyttu yfirvöld um vinnuaðferðir og hættu að grafa líkin í fjöldagröfum og settu þau í frystigáma sem var komið fyrir á hafnarsvæði í Brooklyn. Í lok maí voru 2.137 lík í frystigámum þar. Þar áttu þau að vera þar til hægt væri að bera kennsl á þau og jarðsetja. Mörg þeirra voru þar vikum og mánuðum saman.

Þrátt fyrir að dánartölurnar hafi lækkað og kennsl hafi verið borin á mörg lík þá eru enn fullir frystigámar á hafnarsvæðinu. New York Times segir að 530 lík, hið minnsta, séu enn í gámum þar.

Smitum og dauðsföllum af völdum kórónuveirunnar hefur fjölgað mikið að undanförnu í Bandaríkjunum og eru nú fleiri en þegar verst lét í byrjun apríl. Heilbrigðisyfirvöld óttast að andlátum af völdum COVID-19 muni fjölga enn frekar vegna þess hversu margir smitast af veirunni. Í New York hafa dauðsföll af völdum COVID-19 næstum fjórfaldast síðan í byrjun nóvember. Sjúkrahús og heilbrigðisyfirvöld búa sig því undir enn frekari hörmungar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Birta dramatískar myndir af því þegar sonur leikstjórans var handtekinn

Birta dramatískar myndir af því þegar sonur leikstjórans var handtekinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 1 viku

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi
Pressan
Fyrir 1 viku

Fyrsta málsókn sinnar tegundar: ChatGPT sakað um að hafa átt þátt í fjölskylduharmleik

Fyrsta málsókn sinnar tegundar: ChatGPT sakað um að hafa átt þátt í fjölskylduharmleik
Pressan
Fyrir 1 viku

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill
Pressan
Fyrir 1 viku

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma