fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Allt bláeygt fólk á eitt sameiginlegt

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 27. desember 2020 19:15

Sven Mislintat er bláeygður. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ert þú með blá augu? Eða þekkir þú einhvern með blá augu? En vissir þú að allir þeir sem eru með blá augu eiga eitt sameiginlegt?

Það sem allt bláeygt fólk á sameiginlegt er að það á einn sameiginlegan forföður, Evrópubúa sem var uppi fyrir 6.000 til 10.000 árum. Þetta var fyrsta manneskja sem þróaði með sér stökkbreytinguna sem veldur því að fólk er með blá augu. IFLS.com skýrir frá þessu.

Fram kemur að í upphafi hafi allir verið brúneygðir en vegna stökkbreytinga á geninu OCA2 séu nú til margir mismunandi augnlitir í dag, blár, grænn og brúnn, svo eitthvað sé nefnt.

Vísindamenn hafa nú kortlagt hvernig bláu augun þróuðust og hafa komist að því að það var stökkbreyting í geninu HERC2 sem varð til þess að fólk fékk blá augu. HERC2 stökkbreytingin „slekkur“ á OCA2 geninu og fólk fær blá augu.

Þessi stökkbreyting átti sér stað hjá Evrópubúa fyrir 6.000 til 10.000 árum síðan. Það má því kannski segja að allt bláeygt fólk sé í sömu fjölskyldunni!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka lát 19 ára stúlku á Tenerife

Rannsaka lát 19 ára stúlku á Tenerife
Pressan
Fyrir 5 dögum

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning
Pressan
Fyrir 6 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði