fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Pressan

Læknir – Ef þú vilt ekki láta bólusetja þig ættir þú að missa réttinn til að vera settur í öndunarvél

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. desember 2020 05:13

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú lætur ekki bólusetja þig gegn kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, ættir þú að missa réttinn til bráðahjálpar ef þú smitast af veirunni. Þetta er skoðun þýska læknisins Wolfram Henn.

T-Online skýrir frá þessu. Fram kemur að Henn sé erfðafræðingur og meðlimur í þýska siðferðisráðinu.   Hann gagnrýnir samsæriskenningasmiði og andstæðinga COVID-19 bóluefnanna og segir að í raun eigi fólk ekki að fá bráðaaðstoð ef það kýs að láta ekki bólusetja sig og veikist síðan.

„Ef þú vilt ekki fá bóluefnið þá ættir þú alltaf að bera á þér skjal með yfirskriftinni: „Ég vil ekki láta bólusetja mig. Ég vil láta aðra um að vernda okkur gegn sjúkdómnum. Ef ég veikist vil ég að aðrir fái plássið mitt á gjörgæsludeildinni og í öndunarvélinni,““ er haft eftir Henn sem telur að fólk eigi að treysta sérfræðingum sem viti alveg hvað þeir eru að gera.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali