fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Pressan

Danir fá 3 milljónir skammta af bóluefninu frá Pfizer

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 22. desember 2020 10:03

Bóluefni frá Pfizer. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Innan nokkurra daga, hugsanlega á aðfangadag, koma fyrstu skammtarnir af bóluefninu, gegn kórónuveirunni, frá Pfizer til Danmerkur. Fljótlega eftir það verður hafist handa við að bólusetja framlínufólk og íbúa á dvalarheimilum aldraðra. Í heildina fá Danir þrjár milljónir skammta af bóluefninu frá Pfizer á þessu ári og því næsta.

Þetta hefur Danska ríkisútvarpið eftir Lars Møller, forstjóra Pfizer í Danmörku. Hver og einn þarf að fá tvo skammta af bóluefninu og því verður hægt að bólusetja 1,5 milljónir Dana gegn veirunni með bóluefninu frá Pfizer.

Møller sagði einnig að ákveðinna aukaverkana hafi orðið vart en þær séu ekki aðrar en þær sem reiknað var með. Þetta séu hefðbundnar aukaverkanir við bólusetningu, til dæmis roði þar sem sprautað er, hiti, vanlíðan og verkur þar sem er sprautað. Ekki liggur enn fyrir hversu lengi bóluefnið veitir vernd.

Dönsk stjórnvöld hafa einnig tryggt sér milljónir skammta af bóluefni frá Moderna, AstraZeneca og fleiri framleiðendum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þýskur metsöluhöfundur myrtur í húsbát sínum

Þýskur metsöluhöfundur myrtur í húsbát sínum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjórði hver Bandaríkjamaður kaupir matvörur út á kredít

Fjórði hver Bandaríkjamaður kaupir matvörur út á kredít
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal
Pressan
Fyrir 2 dögum

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvað hugsar hundurinn þinn þegar þú ferð að heiman?

Hvað hugsar hundurinn þinn þegar þú ferð að heiman?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á tannburstinn að fara í uppþvottavélina

Þess vegna á tannburstinn að fara í uppþvottavélina