fbpx
Laugardagur 27.september 2025
Pressan

Bolsonaro gagnrýnir bóluefni gegn kórónuveirunni – „Þú getur breyst í krókódíl“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 22. desember 2020 07:47

Jair Bolsonaro.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur gagnrýnt bóluefni gegn kórónuveirunni harðlega og sakar lyfjafyrirtækin um að taka ekki ábyrgð. Hann hefur gefið í skyn að bóluefnið frá Pfizer og BioNTech geti breytt fólki í krókódíla eða skeggjaðar konur.

Þessi mjög svo hægrisinnaði þjóðarleiðtogi hefur verið fullur efasemda í garð kórónuveirunnar allt frá því að hún uppgötvaðist fyrir um ári síðan. Hann hefur lýst henni sem „smávegis kvefi“.

Í síðustu viku sagðist hann ekki ætla að láta bólusetja sig gegn veirunni en brasilísk stjórnvöld kynntu einmitt bólusetningaráætlun sína í síðustu viku.

„Það stendur skýrt í samningi Pfizer: „Við berum ekki ábyrgð á neinum aukaverkunum. Ef þú breytist í krókódíl þá er það þitt vandamál,““ sagði Bolsonaro á fimmtudaginn og bætti við: „Ef þú breytist í ofurmenni, ef konu fer að vaxa skegg eða ef karlmaður byrjar að tala með kvenmannsrödd þá vilja þau ekki hafa neitt með það að gera,“ sagði hann og vísaði þar til lyfjafyrirtækjanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ofsahræðsla greip um sig eftir stórfurðulega hegðun flugfarþega

Ofsahræðsla greip um sig eftir stórfurðulega hegðun flugfarþega
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók hann þrjá mánuði að deyja eftir hryllilega árás um hábjartan dag

Tók hann þrjá mánuði að deyja eftir hryllilega árás um hábjartan dag
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvíta húsið telur að slökkt hafi verið á rúllustiganum viljandi – Sjáðu myndbandið

Hvíta húsið telur að slökkt hafi verið á rúllustiganum viljandi – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðmálið sem heltók Robert Redford og fjölskyldu hans er enn óleyst

Morðmálið sem heltók Robert Redford og fjölskyldu hans er enn óleyst
Pressan
Fyrir 3 dögum

Evrópureisa elgsins Emils á enda – vonir standa til að samfélagsmiðlastjarnan setjist nú í helgan stein

Evrópureisa elgsins Emils á enda – vonir standa til að samfélagsmiðlastjarnan setjist nú í helgan stein
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ferðalag til Ítalíu breyttist í martröð fyrir grunlausan ferðamann

Ferðalag til Ítalíu breyttist í martröð fyrir grunlausan ferðamann