fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Pressan

Ítölum gert að halda sig heima um jólin

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 21. desember 2020 11:01

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir nokkurra daga deilur innan ítölsku ríkisstjórnarinnar tilkynni Giuseppe Conte, forsætisráðherra, loks um hertar sóttvarnaaðgerðir á föstudagskvöldið. Aðgerðunum er ætlað að koma í veg fyrir enn frekari útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19.

Samkvæmt aðgerðunum þá verða allar verslanir, sem ekki teljast selja nauðsynjavörur, að vera lokaðar 24. til 27. desember, 31. desember til 3. janúar og 5. og 6. janúar. Þessa daga mega Ítalir aðeins yfirgefa heimili sín til að fara til vinnu eða af heilbrigðisástæðum. Það verða því í raun aðeins matvöruverslanir og apótek sem mega hafa opið þessa daga.

„Staðan er erfið víða í Evrópu. Veiran heldur áfram að dreifa sér um allt,“ sagði Conte. „Sérfræðingar okkar óttast að smitum muni fjölga um jólin og því urðum við að grípa til aðgerða. En ég get fullvissað ykkur um að þetta var ekki auðveld ákvörðun,“ sagði hann einnig.

Verslanir mega opna 28. til 30. desember og 4. janúar. Þessa daga má fólk fara út af heimilum sínum. Öll jólin verða barir og veitingastaðir að vera lokaðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni