fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Pressan

Neyðarleyfi veitt til notkunar bóluefnis Moderna í Bandaríkjunum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 18. desember 2020 05:55

Höfuðstöðvar Moderna. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska lyfjaeftirlitið, FDA, hefur gefið út neyðarleyfi til notkunar bóluefnis Moderna gegn kórónuveirunni sem veldur COVID-19.

Tilkynnt var um þetta síðdegis í gær að bandarískum tíma, í nótt að íslenskum tíma. Á heimasíðu Moderna kemur fram að FDA hafi veitt neyðarleyfi til notkunar bóluefnisins mRNA-1273 sem er bóluefni fyrirtækisins gegn kórónuveirunni sem veldur COVID-19. Fram kemur að í atkvæðagreiðslu um leyfisveitinguna hafi 20 greitt atkvæði með því að neyðarleyfi verði veitt og að enginn hafi verið því mótfallinn. 1 var fjarverandi.

Moderna hefur tekið þátt í Warp Speed áætlun bandaríska stjórnvalda um hraða þróun bóluefnis gegn veirunni og það hefur nú skilað þessu árangri.

Þess verður því ekki langt að bíða að byrjað verði að bólusetja með bóluefni Moderna í Bandaríkjunum en nú þegar er byrjað að bólusetja með bóluefninu frá Pfizer.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvíta húsið vísar á bug sögusögnum um að einn helsti ráðgjafi Trump leiki sér með dúkkur

Hvíta húsið vísar á bug sögusögnum um að einn helsti ráðgjafi Trump leiki sér með dúkkur
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því
Pressan
Fyrir 6 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri