fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Neyðarleyfi veitt til notkunar bóluefnis Moderna í Bandaríkjunum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 18. desember 2020 05:55

Höfuðstöðvar Moderna. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska lyfjaeftirlitið, FDA, hefur gefið út neyðarleyfi til notkunar bóluefnis Moderna gegn kórónuveirunni sem veldur COVID-19.

Tilkynnt var um þetta síðdegis í gær að bandarískum tíma, í nótt að íslenskum tíma. Á heimasíðu Moderna kemur fram að FDA hafi veitt neyðarleyfi til notkunar bóluefnisins mRNA-1273 sem er bóluefni fyrirtækisins gegn kórónuveirunni sem veldur COVID-19. Fram kemur að í atkvæðagreiðslu um leyfisveitinguna hafi 20 greitt atkvæði með því að neyðarleyfi verði veitt og að enginn hafi verið því mótfallinn. 1 var fjarverandi.

Moderna hefur tekið þátt í Warp Speed áætlun bandaríska stjórnvalda um hraða þróun bóluefnis gegn veirunni og það hefur nú skilað þessu árangri.

Þess verður því ekki langt að bíða að byrjað verði að bólusetja með bóluefni Moderna í Bandaríkjunum en nú þegar er byrjað að bólusetja með bóluefninu frá Pfizer.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni