fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

FBI varar við svikum með bóluefni gegn kórónuveirunni

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 16. desember 2020 20:30

Bóluefni frá Pfizer. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska alríkislögreglan FBI hefur sent frá sér aðvörun vegna svika með bóluefni gegn kórónuveirunni. Bólusetningar eru hafnar í Bandaríkjunum með bóluefninu frá Pfizer. Milljónir manna bíða nú eftir að röðin komi að þeim og það reyna svikahrappar að nýta sér. Þeir segjast geta útvegað fólki bóluefni í skiptum fyrir viðkvæmar persónuupplýsingar.

CNN skýrir frá þessu. FBI tekur þessu að sögn mjög alvarlega og segir að svikahrappar reyni að nýta sér faraldurinn í hagnaðarskyni.

Auk „sjálfstætt starfandi“ svikahrappa þá reyna mörg fyrirtæki og félög að selja „kraftaverkakúra“ gegn kórónuveirunni. Þessir kúrar hafa engin áhrif á veiruna og geta í versta falli verið hættulegir.

Almenningur er því varaður við ýmsum gylliboðum tengdum bóluefnum gegn kórónuveirunni og bent á að oft sé verið að reyna að fá fólk til að gefa upp lykilorð og persónulegar upplýsingar í tengslum við þessar tilraunir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið