fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
Pressan

Formlega staðfest að Joe Biden verður næsti forseti Bandaríkjanna

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 15. desember 2020 05:25

Joe Biden. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær komu kjörmenn saman í öllum ríkjum Bandaríkjanna og kusu næsta forseta landsins. Um formlega athöfn er að ræða því niðurstaðan er auðvitað löngu ljós. Meirihluti kjörmannanna hefur nú þegar greitt Biden atkvæði sitt en niðurstaðan liggur ekki fyrir í öllum ríkjunum þegar þetta er skrifað. Það er þó ljóst að Biden hefur fengið atkvæði rúmlega 270 kjörmanna og því getur ekkert komið í veg fyrir að hann setjist á forsetastól þann 20. janúar næstkomandi.

Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur Donald Trump, núverandi forseta, ekki tekist að hnekkja úrslitum forsetakosninganna en hann hefur sett fram hverja samsæriskenninguna á fætur annarri um að svindlað hafi verið í kosningunum en hefur ekki tekist að leggja fram nein gögn því til staðfestingar.

Það er því óhætt að segja að enn sé salti nuddað í sár hins mjög svo tapsára forseta en flest hefur gengið honum í óhag í þessum tilraunum sínum til að fá úrslitum kosninganna breytt. Dómstólar, þar á meðal hæstiréttur, hafa vísað öllum kröfum hans, nema einni, frá og hver ósigurinn á fætur öðrum hefur dunið á honum.

Þegar allir kjörmennirnir hafa greitt atkvæði er reiknað með að Biden hafi fengið 306 atkvæði en Trump 232.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ellefti kynningarfulltrúinn segir upp störfum – Myndatökudrama var „síðasta stráið“

Ellefti kynningarfulltrúinn segir upp störfum – Myndatökudrama var „síðasta stráið“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gervierfingi á áttræðisaldri sveik milljarða úr bandarískum bönkum og lagði svo á flótta

Gervierfingi á áttræðisaldri sveik milljarða úr bandarískum bönkum og lagði svo á flótta
Pressan
Fyrir 4 dögum

33 ár liðin frá einu dularfyllsta mannshvarfi Bretlands – Gekk inn á salerni og sást aldrei aftur

33 ár liðin frá einu dularfyllsta mannshvarfi Bretlands – Gekk inn á salerni og sást aldrei aftur
Pressan
Fyrir 5 dögum

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst