fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Pressan

Telja sig hafa leyst 33 ára gamalt morðmál um borð í sænsk-finnskri ferju

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. desember 2020 06:50

Estonia hét áður Viking Sally og var vettvangur hryllilegs morðs.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir muna eflaust eftir því þegar ferjan Estonia fórst 1994 í Eystrasalti með þeim hörmulegu afleiðingum að 852 létust. En færri vita kannski að nokkrum árum áður var ferjan, sem þá hét Viking Sally, vettvangur hrottalegs morðs. Ekki tókst að leysa málið á sínum tíma og það var raunar ekki fyrr en nýlega sem finnska lögreglan tilkynnti að hún teldi sig vera búna að leysa málið.

Það var snemma morguns þann 28. júlí 1987 sem tilkynning barst frá ferjunni um að morð hefði verið framið. Hún var þá á siglingu á milli Stokkhólms í Svíþjóð og Turku í Finnlandi. Ungt þýskt par, Schelkle og Taxis, höfðu komið sér fyrir á þyrlupalli skipsins og lagst til svefns. Það gerðu þau um klukkan 1. Tæplega þremur klukkustundum síðar fann hópur danskra pilta þau þar. Þeir komu auga á þau og virtust þau eiga í erfiðleikum með að reisa sig upp. Þegar piltarnir komu nær sáu þeir að þau voru þakin blóði.

Lögreglumenn tóku á móti ferjunni þegar hún lagðist að bryggju í Turku en morðinginn slapp í land. Rannsókn stóð yfir næstu ár en skilaði litlum árangri og á tíunda áratugnum var henni hætt en þó ekki lokað. Nýjar upplýsingar bárust 2016 og hóf finnska lögreglan þá aftur rannsókn og hún hefur nú skilað þeim árangri að ákæra hefur verið gefin út á hendur dönskum karlmanni, fæddum 1969. Hann neitar sök og er ekki í gæsluvarðhaldi. Reiknað er með að málið verði tekið fyrir dóm í maí á næsta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kýs að deyja á eigin forsendum 25 ára – Hefur barist við sjaldgæfan sjúkdóm alla ævi

Kýs að deyja á eigin forsendum 25 ára – Hefur barist við sjaldgæfan sjúkdóm alla ævi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Viðurstyggð: Par sakfellt fyrir að afhöfða tvö af börnum sínum

Viðurstyggð: Par sakfellt fyrir að afhöfða tvö af börnum sínum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir sjúkdóm stjörnueiginmannsins hafa haft óvænt áhrif á börn þeirra

Segir sjúkdóm stjörnueiginmannsins hafa haft óvænt áhrif á börn þeirra
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ferðaðist til Bandaríkjanna í leit að ofbeldisfullum dauðdaga – Fannst í grunnri gröf í Flórída

Ferðaðist til Bandaríkjanna í leit að ofbeldisfullum dauðdaga – Fannst í grunnri gröf í Flórída