fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Pressan

Telja sig hafa leyst 33 ára gamalt morðmál um borð í sænsk-finnskri ferju

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. desember 2020 06:50

Estonia hét áður Viking Sally og var vettvangur hryllilegs morðs.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir muna eflaust eftir því þegar ferjan Estonia fórst 1994 í Eystrasalti með þeim hörmulegu afleiðingum að 852 létust. En færri vita kannski að nokkrum árum áður var ferjan, sem þá hét Viking Sally, vettvangur hrottalegs morðs. Ekki tókst að leysa málið á sínum tíma og það var raunar ekki fyrr en nýlega sem finnska lögreglan tilkynnti að hún teldi sig vera búna að leysa málið.

Það var snemma morguns þann 28. júlí 1987 sem tilkynning barst frá ferjunni um að morð hefði verið framið. Hún var þá á siglingu á milli Stokkhólms í Svíþjóð og Turku í Finnlandi. Ungt þýskt par, Schelkle og Taxis, höfðu komið sér fyrir á þyrlupalli skipsins og lagst til svefns. Það gerðu þau um klukkan 1. Tæplega þremur klukkustundum síðar fann hópur danskra pilta þau þar. Þeir komu auga á þau og virtust þau eiga í erfiðleikum með að reisa sig upp. Þegar piltarnir komu nær sáu þeir að þau voru þakin blóði.

Lögreglumenn tóku á móti ferjunni þegar hún lagðist að bryggju í Turku en morðinginn slapp í land. Rannsókn stóð yfir næstu ár en skilaði litlum árangri og á tíunda áratugnum var henni hætt en þó ekki lokað. Nýjar upplýsingar bárust 2016 og hóf finnska lögreglan þá aftur rannsókn og hún hefur nú skilað þeim árangri að ákæra hefur verið gefin út á hendur dönskum karlmanni, fæddum 1969. Hann neitar sök og er ekki í gæsluvarðhaldi. Reiknað er með að málið verði tekið fyrir dóm í maí á næsta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Áttræð amma fékk óþægilega heimsókn frá lögreglunni

Sakamál: Áttræð amma fékk óþægilega heimsókn frá lögreglunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja sig hafa leyst ráðgátuna um hina dularfullu blóðsugu „chupacabra“

Telja sig hafa leyst ráðgátuna um hina dularfullu blóðsugu „chupacabra“
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann sveik hvern einasta Bandaríkjamann sem hjálpaði honum að komast hingað“

„Hann sveik hvern einasta Bandaríkjamann sem hjálpaði honum að komast hingað“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump móðgar enn eina blaðakonuna – „Ljót, bæði að innan og utan“

Trump móðgar enn eina blaðakonuna – „Ljót, bæði að innan og utan“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Á yfirborðinu var hann sigursæll þjálfari en undir niðri leyndust myrkar hvatir

Á yfirborðinu var hann sigursæll þjálfari en undir niðri leyndust myrkar hvatir
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu