fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
Pressan

Áhugi Ungverja á rússnesku bóluefni gegn kórónuveirunni er áhyggjuefni fyrir ESB

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. desember 2020 10:00

Rússneskur vísindamaður með Sputnik V bóluefnið. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungversk yfirvöld hafa áhuga á rússneska Sputnik V bóluefninu gegn kórónuveirunni en það er mjög óvenjulegt að aðildarríki ESB hafi áhuga á rússnesku bóluefni og hefur þetta valdið nokkurri spennu á milli ungverskra stjórnvalda og annarra aðildarríkja ESB.

Miklos Kasler, ráðherra mannauðsmála, skrifaði nýlega á Facebook að væntanlega muni 3.000 til 5.000 Ungverjar taka þátt í klínískum tilraunum á Sputnik V bóluefninu. Þetta gæti orðið til þess að samband ungverskra stjórnvalda við ESB versni enn frekar en það er frekar stirt þessa dagana vegna ágreinings um stöðu mannréttindamála í Ungverjalandi og fjárlög ESB.

Samkvæmt reglum ESB þarf Evrópska lyfjastofnunin að heimila notkun Sputnik V áður en það má nota bóluefnið í aðildarríkjum sambandsins. Sú heimild hefur ekki verið veitt.

Rússar byrjuðu að bólusetja almenning með Sputnik V um síðustu helgi. Meðal þeirra fyrstu til að fá bóluefnið voru læknar, kennarar og starfsfólk félagsmálayfirvalda. Áður var  búið að bólusetja um 100.000 manns í áhættuhópum að sögn Mikhail Murasjko, heilbrigðisráðherra. Vladimír Pútín, forseti, segir að Rússar geti framleitt um tvær milljónir skammta af bóluefninu á næstu dögum.

Rússar voru meðal þeirra fyrstu til að tilkynna að þeir væru byrjaðir að þróa bóluefni gegn kórónuveirunni og Sputnik V var fyrsta bóluefnið sem fékk samþykkt lyfjaeftirlitsins þar í landi. En margir vísindamenn eru fullir efasemda um rússneska ferlið og í Evrópu og Bandaríkjunum ríkja miklar efasemdir um Sputnik V.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Einkasamtöl „jaðarjarla“ afhjúpa myrka hlið bandarískra stjórnmála

Einkasamtöl „jaðarjarla“ afhjúpa myrka hlið bandarískra stjórnmála
Pressan
Í gær

12 ára drengur kom heim úr skólanum og uppgötvaði að móðir hans hafði flutt út og skilið hann eftir

12 ára drengur kom heim úr skólanum og uppgötvaði að móðir hans hafði flutt út og skilið hann eftir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Raðnauðgari lofaði hvítum tönnum – Dæmdur í 26 ára fangelsi

Raðnauðgari lofaði hvítum tönnum – Dæmdur í 26 ára fangelsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sjö afhjúpanir í bók Virginiu Giuffre – Andrés gat rétt upp á aldri hennar vegna dætra hans

Sjö afhjúpanir í bók Virginiu Giuffre – Andrés gat rétt upp á aldri hennar vegna dætra hans