fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
Pressan

Stokkhólmur – Grunuð um að hafa haldið syni sínum innilokuðum í 30 ár

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 1. desember 2020 05:51

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona á áttræðisaldri hefur verið handtekin af lögreglunni í Stokkhólmi, grunuð um að hafa haldið syni sínum, sem er á fertugsaldri, innilokuðum í íbúð í um 30 ár. Það var ættingi sem komst á snoðir um að syninum væri haldið innilokuðum og gerði yfirvöldum viðvart.

Manninum var strax komið undir læknishendur en hann er sagður hafa verið illa á sig kominn, tannlaus og með stór sár á líkamanum. Málþroski hans er sagður vera mjög lítill. Expressen og Aftonbladet skýra frá þessu. Lögreglan hefur verið sparsöm á upplýsingar um málið en talsmaður hennar staðfesti aðeins að málið væri til rannsóknar.

Íbúðinni er lýst sem hræðilegri, að hún hafi einna helst minnt á ruslahaug. Mikið magn af rusli var í henni og var aðeins hægt að ganga um eftir þröngum stígum innan um stafla af rusli.

Expressen hefur eftir ættingjum mæðginanna að maðurinn hafi gengið í skóla þar til hann var 12 ára en þá hafi hann horfið sjónum samfélagsins. Konan, sem fann hann, segir að hana hafi árum saman grunað að móðir mannsins héldi honum innilokuðum.  „Móðirin blekkti samfélagið í öll þessi ár. Það er hræðilegt að hann hafi verið rændur öllu lífi sínu,“ er haft eftir henni. Aftonbladet hefur eftir ættingjum þeirra að konan hafi alla tíð ofverndað soninn og endað með að taka hann úr skóla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kennari lýsir augnablikinu þegar hún var skotin af sex ára nemanda sínum

Kennari lýsir augnablikinu þegar hún var skotin af sex ára nemanda sínum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Það sem virtist vera sorglegt umferðarslys breyttist í morðrannsókn – Lá í dái í þrjá mánuði og sagði lögreglu hvað gerðist

Það sem virtist vera sorglegt umferðarslys breyttist í morðrannsókn – Lá í dái í þrjá mánuði og sagði lögreglu hvað gerðist
Pressan
Fyrir 5 dögum

Öflugasti fellibylur ársins nálgast og ferðamenn óttast um líf sitt

Öflugasti fellibylur ársins nálgast og ferðamenn óttast um líf sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kínverskir ríkisborgarar handteknir – Reyndu að kaupa úraníum í Evrópu

Kínverskir ríkisborgarar handteknir – Reyndu að kaupa úraníum í Evrópu