fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Pressan

Segir drottninguna borða lítið um hátíðirnar og elski að vaska upp

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 2. desember 2020 05:29

Elísabet II er sögð þreytt á fólki sem talar bara en gerir ekkert. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Burrell, fyrrum yfirþjónn Elísabetar II Bretadrottningar, segir að drottningin búi yfir „miklum sjálfsaga“ og ekki síst þegar kemur að mat. Hún eldi ekki jólamatinn sjálf en elski að vaska upp að máltíðum loknum.

Mirror skýrir frá þessu. Fram kemur að Burrell hafi verið yfirþjónn drottningarinnar og síðan Díönu prinsessu í 10 ár. Hann segir að drottningin búi yfir „miklum sjálfsaga“ og hámi ekki í sig kalkún, fyllingu eða svínakjöt. En hins vegar elski hún að vaska upp og fái aðstoð frá þjónum við að þurrka leirtauið en sjálf vilji hún vera í gúmmíhönskum og sjá um uppvaskið sjálft. Hann segir hana sérstaklega áfjáða í að vaska upp þegar hún dvelur í Balmoral.

Þetta kom fram í hlaðvarpinu The Secret podcast þar sem Burrell ræddi við Vicky Pattison.

Drottningin dvelur yfirleitt í Balmoral í Skotlandi á sumrinu og er stór hluti fjölskyldu hennar oft hjá henni. Þetta hefur þó farið úr skorðum á þessu ári vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.

Juliet Rieden, sem hefur skrifað mikið um konungsfjölskylduna, segir að Balmoral, sem hefur verið einn af dvalarstöðum konungsfjölskyldunnar síðan 1852, sé í miklu uppáhaldi hjá drottningunni og að þar lifi hún einna „eðlilegasta“ lífinu. „Þarna elskar hún að vera, þetta er frí fyrir hana. Hún sagði alltaf að þarna fyndist henni hún vera hún sjálf og nyti mesta frelsisins,“ sagði Rieden.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sjúklegt athæfi miðaldra klámstjörnu – Sögð hafa afhöfðað barnsföður sinn í ótrúlegum tilgangi

Sjúklegt athæfi miðaldra klámstjörnu – Sögð hafa afhöfðað barnsföður sinn í ótrúlegum tilgangi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stjörnukokkur myrti fyrrverandi og börn þeirra á jóladag

Stjörnukokkur myrti fyrrverandi og börn þeirra á jóladag
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir stúlkunnar fannst látinn – Skilaði sér ekki til afplánunar

Faðir stúlkunnar fannst látinn – Skilaði sér ekki til afplánunar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Jóhann Karl fyrrum Spánarkonungur rifjar upp þegar hann drap 14 ára bróður sinn

Jóhann Karl fyrrum Spánarkonungur rifjar upp þegar hann drap 14 ára bróður sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Barnaperri handtekinn eftir 13 ár á flótta – Sviðsetti dauða sinn og skráði sig í skóla

Barnaperri handtekinn eftir 13 ár á flótta – Sviðsetti dauða sinn og skráði sig í skóla
Pressan
Fyrir 4 dögum

Feðgar létust þegar geitungar réðust á þá

Feðgar létust þegar geitungar réðust á þá
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hjónin heyrðu neyðaróp fyrir aftan sig – Myndin varpar ljósi á örvæntinguna

Hjónin heyrðu neyðaróp fyrir aftan sig – Myndin varpar ljósi á örvæntinguna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kennir vinsælli vöru um dauða eiginkonunnar – „Þetta fyrirtæki verður að axla ábyrgð“

Kennir vinsælli vöru um dauða eiginkonunnar – „Þetta fyrirtæki verður að axla ábyrgð“