fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Pressan

Þetta var versti dagurinn í forsetatíð Obama

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 25. nóvember 2020 06:50

Barack Obama.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þeim átta árum sem Barack Obama var forseti Bandaríkjanna gerðist auðvitað eitt og annað sem hafði áhrif á hann, mismikil áhrif, en eitt er það sem stendur upp úr minningunni hjá honum sem versti dagurinn á forsetatíð hans.

Hann ræddi þetta í viðtali við Oprah Winfrey í síðustu viku þar sem hann ræddi um forsetatíð sína frá 2008 til 2016.

„Þetta var sorglegasti dagurinn á forsetatíð minni,“ sagði Obama og átti þar við atburðina í Sandy Hook grunnskólanum í Connecticut þann 14. desember 2012. Þá skaut hinn tvítugi Adam Lanza 26 til bana í skólanum. Þar af voru 20 sex og sjö ára gömul börn.

Obama sagði að það hafi ekki aðeins verið skotárásin sem vakti sorg hjá honum. Viðbrögð þingsins hafi einnig gert það.

„Ég fylltist hryllingi og var brugðið yfir að það snerist eingöngu um pólitík þegar foreldrar, sem höfðu misst börnin sín, báðu um sanngjarnar breytingar á vopnalöggjöfinni,“ sagði Obama í viðtalinu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“
Pressan
Í gær

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum