fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Pressan

853 létust af völdum COVID-19 á Ítalíu í gær – Mesti fjöldi síðan í mars

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 25. nóvember 2020 10:10

Sjúklingi sinnt á gjörgæsludeild. Mynd: EPA-EFE/STEPHANIE LECOCQ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ítölsk heilbrigðisyfirvöld skýrðu frá því í gær að 853 hefðu látist af völdum COVID-19 í landinu síðasta sólarhring. Ekki hafa fleiri látist af völdum sjúkdómsins á einum degi síðan 28. mars. Þetta var einnig umtalsverð fjölgun síðan daginn áður en þá létust 630. Í gær lágu 34.577 COVID-19 sjúklingar á sjúkrahúsum landsins.

Ítalía var eitt þeirra vestrænu landa sem varð verst úti í fyrstu bylgju faraldursins síðasta vetur og vor. Frá upphafi hafa 1,45 milljónir Ítala greinst með veiruna og 51.306 hafa látist af völdum COVID-19. Þetta er næst mesti fjöldi látinna í Evrópu, aðeins í Bretlandi hafa fleiri látist af völdum veirunnar.

Af þeim 34.577 sem liggja á sjúkrahúsum eru 3.816 á gjörgæsludeildum.

Þegar önnur bylgja faraldursins fór að sækja í sig veðrið í byrjun nóvember voru um 1.000 manns lagðir inn á sjúkrahús á hverjum sólarhring og á gjörgæsludeildum fjölgaði sjúklingum um 100 á sólarhring. Í Langbarðalandi í norðurhluta landsins er ástandið verst þessa dagana. Í gær greindust 4.886 smit þar. Næst verst er ástandið í Lazio í miðhluta landsins en Róm er meðal annars í héraðinu. Þar greindust 2.509 smit í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni