fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Pressan

Sérfræðingur hjá WHO varar við efasemdum um bólusetningar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 17. nóvember 2020 17:55

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kate O‘Brien, sérfræðingur hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO, varar við efasemdum um bóluefni og bólusetningar og segir að þær geti grafið undan baráttunni við heimsfaraldur kórónuveirunnar. Hún segir að þrátt fyrir að vinnan við þróun bóluefna sé á góðri leið þá geti opinberar efasemdir um bóluefnin og bólusetningar orðið til þess að þessi vinna verði fyrir gýg.

Þetta sagði hún á föstudaginn en hún stýrir þeirri deild WHO sem hefur yfirumsjón með bólusetningum og ónæmi. „Ef bóluefni verður bara geymt í frysti eða ísskáp eða upp í hillu þá gerir það ekkert til að stytta þennan heimsfaraldur,“ sagði hún.

Hún lét þessi orð falla eftir að Pfizer lyfafyrirtækið og þýski samstarfsaðili þess, BioNTech, tilkynnti á mánudaginn að bóluefni þeirra veittu 90% allra bólusettra vernd gegn kórónuveirunni. Bóluefnið er nú á þriðja stigi tilrauna en rúmlega 40.000 manns taka þátt í þeim.

O‘Brien segir niðurstöðuna „gríðarlega mikilvæga“ en hún hefur jafnframt áhyggjur af vaxandi efasemdum fólks um allan heim í garð bóluefna og bólusetninga. Rangar upplýsingar og vantraust litar þetta vantraust fólks í garð vísinda.

„Heimsbyggðin mun ekki ná tökum á þessum heimsfaraldri með bóluefnum ef fólk vill ekki láta bólusetja sig,“ sagði hún. Hún hvetur ríki heims því til að gera meira til að auka trú fólks á bóluefnum. „WHO mun ekki gefa neinn afslátt af öryggi eða áhrifum þeirra bóluefna sem unnið er að,“ sagði hún.

Hún sagði að WHO veðji á að eitt eða fleiri bóluefni verði fljótlega samþykkt til notkunar. Markmiðið sé síðan að ríki heims verði búin að bólusetja um 20% íbúa sinna fyrir árslok 2021. Það á að duga til að vernda heilbrigðisstarfsfólk og þá sem eru í mestri áhættu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þetta eru gölnustu fullyrðingar Candace Owens um frönsku forsetahjónin – „Er Brigitte Macron faðir hans?“

Þetta eru gölnustu fullyrðingar Candace Owens um frönsku forsetahjónin – „Er Brigitte Macron faðir hans?“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Áttræð amma fékk óþægilega heimsókn frá lögreglunni

Sakamál: Áttræð amma fékk óþægilega heimsókn frá lögreglunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kom frá Alicante með kíló af kókaíni í bakpokanum

Kom frá Alicante með kíló af kókaíni í bakpokanum
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann sveik hvern einasta Bandaríkjamann sem hjálpaði honum að komast hingað“

„Hann sveik hvern einasta Bandaríkjamann sem hjálpaði honum að komast hingað“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gagnrýna vinnubrögð lögreglu í óhugnanlegu máli – Hvarf í einu landi en höfuðið fannst í öðru

Gagnrýna vinnubrögð lögreglu í óhugnanlegu máli – Hvarf í einu landi en höfuðið fannst í öðru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Á yfirborðinu var hann sigursæll þjálfari en undir niðri leyndust myrkar hvatir

Á yfirborðinu var hann sigursæll þjálfari en undir niðri leyndust myrkar hvatir