fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Pressan

Biden óttast miklu fleiri dauðsföll af völdum COVID-19 ef Trump sýnir ekki samstarfsvilja

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 17. nóvember 2020 06:57

Trump og Biden. Mynd/samsett Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, er pirraður á að Donald Trump, fráfarandi forseti, sýni engan samstarfsvilja í tengslum við yfirvofandi valdaskipti. Á fréttamannafundi í gær varaði Biden við því að miklu fleiri Bandaríkjamenn muni deyja af völdum COVID-19 ef Trump hætti ekki að koma í veg fyrir samstarf á milli núverandi stjórnar og komandi stjórnar.

Á fréttamannafundinum, sem fór fram í Delaware, lét Biden óánægju sína í ljós hvað varðar þá ákvörðun Trump að vilja ekki starfa með Biden og hans teymi í tengslum við valdaskiptin.

„Fleiri munu væntanlega deyja ef við byrjum ekki að samhæfa aðgerðir. Ef við neyðumst til að bíða til 20. janúar (dagurinn sem Biden sver embættiseið, innsk. blaðamanns) með skipulagningu þá verðum við einum og hálfum mánuði á eftir,“ sagði Biden.

Trump hefur ekki enn viljað viðurkenna ósigur í forsetakosningunum og virðist halda í einhverja fjarstæðukennda drauma um að honum takist að snúa úrslitunum við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gabba og lokka börn til að fremja morð

Gabba og lokka börn til að fremja morð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér
Pressan
Fyrir 4 dögum

Neita að svara spurningum um einkasamkvæmi fjölskyldumeðlima í embættisbústaðnum og gagnrýna fréttaflutning harðlega

Neita að svara spurningum um einkasamkvæmi fjölskyldumeðlima í embættisbústaðnum og gagnrýna fréttaflutning harðlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Leigubílstjórinn lánaði farþega símann sinn í smástund – Hann átti eftir að sjá eftir því

Leigubílstjórinn lánaði farþega símann sinn í smástund – Hann átti eftir að sjá eftir því
Pressan
Fyrir 6 dögum

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar