fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Pressan

Mörg bandarísk sjúkrahús yfirfull af COVID-19-sjúklingum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 13. nóvember 2020 04:41

Sjúklingi sinnt á gjörgæsludeild. Mynd: EPA-EFE/STEPHANIE LECOCQ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Wisconsin eru mörg sjúkrahús yfirfull vegna mikils fjölda COVID-19-sjúklinga og í Norður-Dakóta er staðan enn verri því þar eru öll sjúkrahús yfirfull. Á miðvikudaginn var enn eitt metið slegið í Bandaríkjunum hvað varðar fjölda smitaðra en þá greindust 140.000 smit. Í gær var þetta met síðan slegið þegar 152.000 smit greindust.

CNN skýrir frá þessu. Fimmtudagurinn var tíundi dagurinn í röð sem fleiri en 100.000 smit greindust. Þessi mikli fjöldi smita veldur gífurlegu álagi á sjúkrahús landsins og var met sett á miðvikudaginn hvað varðar fjölda innlagna vegna COVID-19. Fyrra metið var frá því á þriðjudaginn. Á miðvikudaginn lágu 65.368 COVID-19-sjúklingar á sjúkrahúsum en á þriðjudaginn voru þeir 61.694. Þetta eru tvöfalt fleiri en fyrir mánuði síðan.

Víða um landið eru sjúkrahús komin að þolmörkum og álagið á starfsfólk er gríðarlega mikið.

Heilbrigðisráðherra Wisconsin sagði á miðvikudaginn að 90% af sjúkrahúsum ríkisins séu nú full og að útbreiðsla veirunnar sé mjög mikil. Í norðvesturhluta ríkisins eru öll sjúkrahús full.

Í Norður-Dakóta er svo mikill skortur á heilbrigðisstarfsfólki að Doug Burgum, ríkisstjóri, gaf út tilskipun í vikunni sem heimilar heilbrigðisstarfsfólki, sem er smitað af kórónuveirunni en er einkennalaust, að halda áfram að vinna á COVID-19-deildum sjúkrahúsanna svo lengi sem það notar hlífðarbúnað og er einkennalaust. Hann sagði að öll sjúkrahús í ríkinu væru full. Ekki er skylda að nota andlitsgrímur í Wisconsin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svefnsérfræðingar segja að þessi svefnstelling geti verið skaðleg

Svefnsérfræðingar segja að þessi svefnstelling geti verið skaðleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fólk sem nær 100 ára aldri á margt sameiginlegt – Þar á meðal að þjást af færri sjúkdómum

Fólk sem nær 100 ára aldri á margt sameiginlegt – Þar á meðal að þjást af færri sjúkdómum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúleg þróun – Núna er Bandaríkjamönnum nokkuð sama um Trump og Epstein

Ótrúleg þróun – Núna er Bandaríkjamönnum nokkuð sama um Trump og Epstein
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tvær af heitustu MAGA-liðunum deila harkalega – „Þú segist vera kristin en eyðileggur hjónabandið þitt eins og hóra“

Tvær af heitustu MAGA-liðunum deila harkalega – „Þú segist vera kristin en eyðileggur hjónabandið þitt eins og hóra“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Farþegi sýndi flugdólgi hvar Davíð keypti ölið – Ölvaður með kynþáttafordóma og árásargjarna hegðun

Farþegi sýndi flugdólgi hvar Davíð keypti ölið – Ölvaður með kynþáttafordóma og árásargjarna hegðun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ólétt kona myrt og höfuð maka hennar „skorið af og sett á staur“

Ólétt kona myrt og höfuð maka hennar „skorið af og sett á staur“