fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Mörg bandarísk sjúkrahús yfirfull af COVID-19-sjúklingum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 13. nóvember 2020 04:41

Sjúklingi sinnt á gjörgæsludeild. Mynd: EPA-EFE/STEPHANIE LECOCQ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Wisconsin eru mörg sjúkrahús yfirfull vegna mikils fjölda COVID-19-sjúklinga og í Norður-Dakóta er staðan enn verri því þar eru öll sjúkrahús yfirfull. Á miðvikudaginn var enn eitt metið slegið í Bandaríkjunum hvað varðar fjölda smitaðra en þá greindust 140.000 smit. Í gær var þetta met síðan slegið þegar 152.000 smit greindust.

CNN skýrir frá þessu. Fimmtudagurinn var tíundi dagurinn í röð sem fleiri en 100.000 smit greindust. Þessi mikli fjöldi smita veldur gífurlegu álagi á sjúkrahús landsins og var met sett á miðvikudaginn hvað varðar fjölda innlagna vegna COVID-19. Fyrra metið var frá því á þriðjudaginn. Á miðvikudaginn lágu 65.368 COVID-19-sjúklingar á sjúkrahúsum en á þriðjudaginn voru þeir 61.694. Þetta eru tvöfalt fleiri en fyrir mánuði síðan.

Víða um landið eru sjúkrahús komin að þolmörkum og álagið á starfsfólk er gríðarlega mikið.

Heilbrigðisráðherra Wisconsin sagði á miðvikudaginn að 90% af sjúkrahúsum ríkisins séu nú full og að útbreiðsla veirunnar sé mjög mikil. Í norðvesturhluta ríkisins eru öll sjúkrahús full.

Í Norður-Dakóta er svo mikill skortur á heilbrigðisstarfsfólki að Doug Burgum, ríkisstjóri, gaf út tilskipun í vikunni sem heimilar heilbrigðisstarfsfólki, sem er smitað af kórónuveirunni en er einkennalaust, að halda áfram að vinna á COVID-19-deildum sjúkrahúsanna svo lengi sem það notar hlífðarbúnað og er einkennalaust. Hann sagði að öll sjúkrahús í ríkinu væru full. Ekki er skylda að nota andlitsgrímur í Wisconsin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Í gær

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“