fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Þetta er stóri höfuðverkurinn varðandi nýja bóluefnið gegn kórónuveirunni – „Hvernig gerum við þetta?“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 11. nóvember 2020 05:30

Bóluefni frá Pfizer. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískir embættismenn segjast margir hverjir vera ofurliði bornir og smeykir yfir því að þurfa væntanlega að dreifa bóluefninu gegn kórónuveirunni frá Pfizer ef það verður tekið í notkun á næstunni.

CNN skýrir frá þessu. Pfizer tilkynnti á mánudaginn að niðurstöður prófana á bóluefninu lofi góðu og að það virki í rúmlega 90% tilfella. Reiknað er með að fyrirtækið sæki um leyfi til notkunar bóluefnisins nú þegar í nóvember.

En það er ekki þannig að bandarísku embættismennirnir séu ósáttir við að bóluefni sé komið fram og vilji ekki dreifa því, þvert á móti. En það sem þeim hrýs hugur við er að meðferð og geymsla bóluefnisins er allt annað en einföld. Það verður að geyma það við -75 gráður sem er rúmlega 50 gráðum kaldara en við geymslu nokkurs annars bóluefnis sem er í notkun í Bandaríkjunum. Þetta er miklu meira frost en er hægt að ná í frystum á heilsugæslustöðvum, apótekum og víðar.

Molly Howell, sem stýrir ónæmis- og bólusetningaráætlun Norður-Dakota segir að hún hafi verið ofurliði borinn og smeyk þegar hún tók þátt í netfundi í október þar sem rætt var um hvernig á að dreifa bóluefninu frá Pfizer.

„Hvernig gerum við þetta?“ spurði hún starfsfélaga sinn sem einnig tók þátt í fundinum. Hann svaraði með því að senda henni tjámynd af höfði sem springur.

Pfizer mun bjóða upp á kælitöskur á stærð við ferðatöskur til að geyma bóluefnið í. Þetta er þó aðeins bráðabirgðalausn og það þarf að skipta um ís í töskunum á fimm daga fresti.

„Það væri erfitt að halda andlitinu og segja: „Ókei, við erum tilbúin,““ sagði Christine Finley sem stýrir ónæmis- og bólusetningaráætlun Vermont og bætti við: „Þetta er jafngildir áskorun sem við höfum aldrei áður tekist á við.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta