fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Mikið tap hjá easyJet vegna heimsfaraldursins

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 9. október 2020 16:25

Reksturinn er þungur þessa dagana.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska lággjaldaflugfélagið easyJet reiknar með að tapa 845 milljónum punda á árinu vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Þetta verður í fyrsta sinn í sögu félagsins sem það er rekið með tapi.

Samkvæmt frétt Sky News þá eru stjórnendur félagsins heldur ekki bjartsýnir fyrir næsta ári og reikna með litlum umsvifum. Þeir hvetja ríkisstjórn Boris Johnson til að koma flugiðnaðinum til aðstoðar.

Félagið fékk 600 milljónir punda að láni í apríl í gegnum sérstaka heimsfaraldurs lánalínu hjá Englandsbanka. Það hefur einnig orðið sér úti um 400 milljónir punda hjá hluthöfum og nokkur hundruð milljónir til viðbótar með að selja og leigja flugvélar.

Félagið segist aðeins þurfa um fjórðung af flugflota sínum á fyrsta ársfjórðungi 2021 vegna þeirra ferðatakmarkana sem eru í gildi í Evrópu. Farþegar félagsins á þessu ári verða helmingi færri en á síðasta ári eða 48 milljónir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað