fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Pressan

Hörð gagnrýni á bíltúr Donald Trump í gær – „Ábyrgðarleysið er ótrúlegt“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 5. október 2020 04:25

Trump í bíltúr í gær. Mynd:Photo by ALEX EDELMAN / AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, dvelur nú á Walter Reed sjúkrahúsinu í Maryland eftir að hann var fluttur þangað á föstudaginn en vegna COVID-19 smits. Forsetinn ákvað að koma stuðningsmönnum sínum, sem hafa margir safnast saman við sjúkrahúsið, á óvart í gær og fara í bíltúr út fyrir sjúkrahúslóðina til að veifa stuðningsmönnunum og sýna sig. En mörgum þykir þetta hafa verið mjög misráðið.

Einn þeirra er James Phillips, sem er læknir á Walter Reed sjúkrahúsinu og prófessor við George Washington háskólann. Hann gat ekki orða bundist eftir bíltúr forsetans í gær:

„Ábyrgðarleysið er ótrúlegt,“

skrifaði hann á Twitter eftir stuttan bíltúr Trump.

„Forsetabíllinn er ekki aðeins skotheldur heldur einnig loftþéttur ef til efnavopnaárásar kemur. Hættan á að smita aðra af COVID-19 í bílnum er því eins mikil og hún getur orðið fyrir utan læknisfræðilegt inngrip. Hugur minn er hjá leyniþjónustumönnum sem neyddust til að taka þátt í þessu.“

Hann bendir á að allir þeir sem voru í bílnum með Trump þurfi nú að fara í 14 daga sóttkví.

„Þeir gætu veikst. Þeir gætu dáið. Allt fyrir pólitískt leikhús. Skipað af Trump að hætta lífi sínu fyrir leikhús. Þetta er klikkun,“

skrifaði hann.

Ester Choo, læknir og prófessor við Oregon Health and Science University, tók undir orð Phillips sem og fleiri læknar.

Judd Deere, talsmaður Hvíta hússins, sagði að bíltúrinn hafi „verið samþykktur af læknateymi Trump og ekki talinn hættulegur“. Hann sagði að nauðsynlegar varúðarráðstafanir hafi verið viðhafðar, þar á meðal um notkun hlífðarbúnaðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þetta er hinn fullkomni tími til að vakna á morgnana – Breytist með aldrinum

Þetta er hinn fullkomni tími til að vakna á morgnana – Breytist með aldrinum
Pressan
Í gær

Ef þú ert í þessum blóðflokki er líklegra að þú haldir þér unglegum/legri árum saman

Ef þú ert í þessum blóðflokki er líklegra að þú haldir þér unglegum/legri árum saman
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mike Tyson blandar sér í umræðuna um hvort 100 karlar myndu ráða við eina górillu

Mike Tyson blandar sér í umræðuna um hvort 100 karlar myndu ráða við eina górillu
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hreðjamikill“ skósveinn Musk útskýrir viðurnefnið – unglingur af njósnaraættum sem hefur þegar verið rekinn úr starfi í skugga þungra ásakana

„Hreðjamikill“ skósveinn Musk útskýrir viðurnefnið – unglingur af njósnaraættum sem hefur þegar verið rekinn úr starfi í skugga þungra ásakana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Staðfesti ævilangt fangelsi yfir foreldrum sem myrtu dóttur sína

Staðfesti ævilangt fangelsi yfir foreldrum sem myrtu dóttur sína
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún var 9 ára þegar henni var rænt – Morðið sem bjargaði hundruðum barna frá því að hljóta hræðileg örlög

Hún var 9 ára þegar henni var rænt – Morðið sem bjargaði hundruðum barna frá því að hljóta hræðileg örlög
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fjarlægðu augu, heila og barkakýli áður þeir skiluðu líkinu

Fjarlægðu augu, heila og barkakýli áður þeir skiluðu líkinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kim Jong-un skipar norðurkóreskum skólum að ala kanínur – Ætlaðar svöngum hermönnum

Kim Jong-un skipar norðurkóreskum skólum að ala kanínur – Ætlaðar svöngum hermönnum