fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Jörðin gæti hafa misst 60% af gufuhvolfinu í árekstri sem myndaði tunglið

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 4. október 2020 14:15

Tunglið. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jörðin gæti hafa misst allt að 60% af gufuhvolfi sínu í árekstri sem varð til þess að tunglið myndaðist. Þetta gerðist fyrir milljörðum ára. Þetta segja vísindamenn sem hafa unnið að rannsóknum á þessu. Rannsóknin byggist á 300 útreikningum tölvuforrits á afleiðingum árekstra pláneta, sem eru úr föstu efni, á gufuhvolf þeirra. Það voru vísindamenn við Durham University sem stýrðu rannsókninni.

Sky News skýrir frá þessu. Rannsóknin hefur verið birt í The Astrophysical Journal Letters. Vísindamennirnir, sem stóðu að henni, segja að hún geti nýst stjörnufræðingum sem eru að reyna að auka vitneskju okkar um tunglið en talið er að það hafi jafnvel myndast við árekstur jarðarinnar og loftsteins á stærð við Mars.

Dr. Jacob Kegerreis, sem stýrði rannsókninni, segir að niðurstöður hennar sýni ekki beint hvernig tunglið myndaðist en þær geti gagnast við að þrengja hringinn um hvaða möguleikar koma til greina og þannig fært okkur nær því að skilja uppruna þessa trúa og trygga nágranna okkar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Í gær

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“