fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Pressan

Ef þú flytur hingað færðu 1,3 milljónir á ári

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 31. október 2020 21:30

Santo Stefano di Sessanio. Mynd:DeAgostini/Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Abruzzo-héraði á Ítalíu er bærinn Santo Stefano di Sessanio. Þegar best lét bjuggu um 4.000 manns í bænum en nú búa aðeins 115 manns þar. Helmingur þeirra er aðeins í bænum um helgar og í fríum. Fabio Santavicca, bæjarstjóri, segir þetta ástand óviðunandi og því hafa bæjaryfirvöld gripið til óvenjulegra aðgerða.

Samkvæmt frétt CNN þá vilja þau reyna að lokka ungt fólk til bæjarins með því að greiða því sem svarar til 1,3 milljóna íslenskra króna á ári í þrjú ár. Ef fólk stofnar fyrirtæki í bænum þá fær það aukgreiðslu upp á sem nemur um 3,5 milljónum íslenskra króna.

CNN hefur eftir Santaviccia að ef vekja eigi bæinn til lífs á nýjan leik, bæði efnahagslega og félagslega, þurfi ungt fólk að flytja þangað. Hann telur að sóknarfæri liggi í heimsfaraldri kórónuveirunnar því margir ungir ítalskir frumkvöðlar hafi sýnt því áhuga að flytja úr stóru borgunum og bæjunum út á land.

Auk fjárstyrksins munu bæjaryfirvöld útvega nýbúunum húsnæði með frábæru útsýni og húsaleigu sem er meira táknræn en raunhæf.

Tilboðið var kynnt þann 15. október og nú þegar hafa rúmlega 1.500 manns sótt um. Bæjarstjórnin ætlar þó aðeins að velja fimm pör til þátttöku og þau verða að uppfylla ákveðin skilyrði. Þau verða að vera ríkisborgarar ESB-ríkis, sem kemur í veg fyrir að flestir Íslendingar geti sótt um, og á aldrinum 18 til 40 ára. Pörin mega ekki koma frá bæjum þar sem 2.000 eða færri búa því bæir af þeirri stærð berjast einnig við fólksfækkun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ætla að refsa útlendingum sem gera lítið úr andláti Charlie Kirk

Ætla að refsa útlendingum sem gera lítið úr andláti Charlie Kirk