fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Pressan

Fyrirtæki í eigu Bandidos-glæpamanna fór á hausinn – Fékk styrk frá ríkinu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 28. október 2020 17:30

Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir að sænskt fyrirtæki, sem meðlimir í glæpasamtökunum Bandidos stýrðu, hafi ekki fært bókhaldið í samræmi við reglur og verið með „óeðlilegan starfsmannakostnað sem var hærri en velta fyrirtækisins í heild, fékk það greiddar 1,2 milljónir sænskra króna í styrk, svokallaða launatryggingu.

Aftonbladet skýrir frá þessu en blaðið hefur um hríð rannsakað mál tengd um 700 mönnum sem lögreglan segir tengjast 30 skipulögðum glæpasamtökum í Stokkhólmi. Af þeim er hægt að tengja 60 menn við um 100 gjaldþrot en þeir sátu í stjórnum fyrirtækjanna. Að minnsta kosti sex af fyrirtækjunum fengu greiddar launastyrk frá hinu opinbera að upphæð 2,7 milljóna sænskra króna.

Rannsókn Aftonbladet leiddi í ljós að byggingafyrirtæki, sem fékk 1,2 milljónir í launatryggingu fyrir nokkrum árum, var stýrt af átta manna stjórn þar sem meirihlutinn hafði hlotið refsidóma, einn þeirra hafði fengið meira en 10 dóma og var augljóslega tengdur Bandidos.

Skiptastjóri hafði lýst því yfir að bóhald fyrirtækisins hafi ekki verið fært í samræmi við lög og reglur og að launakostnaður og annar kostnaður tengdur starfsmönnum hafi verið hærri en tekjur fyrirtækisins.

Nú er mál fyrir dómi í Stokkhólmi þar sem 47 eru ákærðir fyrir að hafa misnotað launatryggingakerfið. Ákæruvaldið telur að viðkomandi hafi svikið sex milljónir sænskra króna út úr kerfinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir tilefnislausum árásum í Köln á gamlárskvöld – Sjáðu myndbandið

Varð fyrir tilefnislausum árásum í Köln á gamlárskvöld – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn í Sviss: Birta mynd af fyrsta fórnarlambinu

Harmleikurinn í Sviss: Birta mynd af fyrsta fórnarlambinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gervierfingi á áttræðisaldri sveik milljarða úr bandarískum bönkum og lagði svo á flótta

Gervierfingi á áttræðisaldri sveik milljarða úr bandarískum bönkum og lagði svo á flótta
Pressan
Fyrir 6 dögum

Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Epstein krefst svara – Segir yfirvöld hafa vaktað ferðir hennar

Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Epstein krefst svara – Segir yfirvöld hafa vaktað ferðir hennar
Pressan
Fyrir 1 viku

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst
Pressan
Fyrir 1 viku

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri