fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Pressan

Selja vopn fyrir 1,8 milljarða dollara til Taívan

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 23. október 2020 18:15

Taívanskar F-16 vélar. Mynd: EPA-EFE/RITCHIE B. TONGO

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur samþykkt að heimila sölu eldflauga og vopnakerfa til Taívan fyrir 1,8 milljarða dollara. Um er að ræða loftvarnaflaugar sem er skotið frá jörðu.

Í tilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að salan þjóni bæði öryggishagsmunum Bandaríkjanna sem og efnahagslegum hagsmunum því salan styrki tilraunir Taívan til að nútímavæða her sinn og hafa getu til að verja sig. Auk sölu á loftvarnaflaugunum hefur ráðuneytið samþykkt sölu á tveimur vopnakerfum til Taívan.

Taívan hefur verið sjálfstætt ríki frá 1949 en Kínverjar telja þetta lýðræðisríki vera hluta af Kína. Kínverjar hafa aukið þrýsting sinn á Taívan á síðustu árum. Eftirlits- og herflugvélar Kínverja hafa flogið inn í lofthelgi Taívan og kínversk herskip hafa siglt nálægt landhelgismörkunum.

Bandaríkin líta á Taívan sem mikilvægan „útvörð“ lýðræðis og samkvæmt lögum er ríkisstjórn landsins skylt að sjá Taívan fyrir búnaði til að landið geti varið sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Suður-Evrópa brennur – Vísindamaður varar við „mólótovkokteil“

Suður-Evrópa brennur – Vísindamaður varar við „mólótovkokteil“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún varð ekkja fyrir áratug – Nú gengur hún með barn heitins eiginmanns síns

Hún varð ekkja fyrir áratug – Nú gengur hún með barn heitins eiginmanns síns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Elon Musk ætlar í mál við Apple – „Hvað er í gangi? Forvitnir vilja vita“

Elon Musk ætlar í mál við Apple – „Hvað er í gangi? Forvitnir vilja vita“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óhugnanlegt sjónarspil í morgunumferðinni – Myndband

Óhugnanlegt sjónarspil í morgunumferðinni – Myndband