fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Pressan

Helmingur kórónuveirusjúklinga í Noregi er af erlendum uppruna

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 23. október 2020 07:00

Kórónuveira. Mynd: BSIP/UIG Via Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá upphafi kórónuveirufaraldursins hefur hlutfall innflytjenda verið mjög hátt í Noregi meðal þeirra sem hafa smitast. Mun hærra en ætti að vera miðað við fjölda innflytjenda sem búa í landinu. Á síðustu þremur mánuðum hefur þetta hlutfall hækkað enn meira.

TV2 skýrir frá þessu. Fram kemur að 272 af þeim 571 sem hafa verið lagðir inn á sjúkrahús með COVID-19 smit síðan í júní séu fæddir utan Noregs. Þetta er byggt á tölum sem norska landlæknisembættið hefur fengið hjá sjúkrahúsum landsins. Þar til í júní var tæplega einn af hverjum þremur innlögðum fæddur utan Noregs. Hlutfallið hefur því hækkað töluvert.

Landlæknisembættið vinnur nú að rannsókn til að reyna að komast að hvað veldur þessu. Line Vold, deildarstjóri, sagði í samtali við TV2 að mikilvægt sé að skilja stöðuna í heild og af hverju sumir hópar hafi farið sérstaklega illa út úr faraldrinum. Þetta geti skilað sér í betri og markvissari sóttvarnaraðgerðum.

Hún sagði að í sumum hópum innflytjenda séu fáir smitaðir en í heildina sé hlutfall innflytjenda meðal smitaðra og innlagðra of hátt. Hvað varðar þá sem hafa látist af völdum COVID-19 þá voru 35 af þeim 277 sem hafa látist fæddir utan Noregs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ungur áhrifavaldur strandaglópur á Suðurskautinu – Lenti flugvél sinni þar í heimildarleysi

Ungur áhrifavaldur strandaglópur á Suðurskautinu – Lenti flugvél sinni þar í heimildarleysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjárhirðir fann lík í jökli – Hafði verið saknað í 28 ár

Fjárhirðir fann lík í jökli – Hafði verið saknað í 28 ár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk ætlar í mál við Apple – „Hvað er í gangi? Forvitnir vilja vita“

Elon Musk ætlar í mál við Apple – „Hvað er í gangi? Forvitnir vilja vita“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegt sjónarspil í morgunumferðinni – Myndband

Óhugnanlegt sjónarspil í morgunumferðinni – Myndband