fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Pressan

Hröð þróun mannkyns – Færri fá endajaxla og margir fæðast með auka slagæð

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 22. október 2020 21:15

Það þarf að hugsa vel um tennurnar. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar ástralskrar rannsóknar sýna að sífellt fleiri fæðast með auka slagæð i handleggjum. Í sömu rannsókn kom fram að andlit okkar verði einnig styttri.

ScienceAlert skýrir frá þessu. Það eru vísindamenn við Flinders háskólann í Adelaide í Ástralíu sem gerðu rannsóknina. Fram kemur að almennt séð þróist mannkynið hraðar nú en fyrir 250 árum og segja vísindamennirnir að um nokkurskonar „ör-þróun“ sé að ræða.

Mataræðið okkar hefur breyst í gegnum tíðina og það hefur haft í för með sér að kjálkar okkar hafa minnkað og því höfum við ekki eins mikla þörf fyrir allar tennurnar.

„Menn hafa í gegnum tíðina lært að nota eld til að elda mat og við neytum matar á allt annan hátt en áður. Þess vegna fá sífellt fleiri nýfædd börn ekki endajaxla,“

sagði Teghan Lucas, læknir og vísindamaður við Flinders University, í samtali við The Independent. Hann sagði einnig að rannsóknin sýni að þróun manna sé miklu hraðari nú en undanfarin 250 ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Donald Trump fékk ekki boð í jarðarför Cheney

Donald Trump fékk ekki boð í jarðarför Cheney
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gíslarnir segja frá: „Þetta er eitthvað sem nasistarnir gerðu ekki einu sinni“

Gíslarnir segja frá: „Þetta er eitthvað sem nasistarnir gerðu ekki einu sinni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kaupmaður sem hvarf fyrir 5 árum fannst á lífi – örfáum dögum eftir að fimm voru handteknir fyrir morðið á honum

Kaupmaður sem hvarf fyrir 5 árum fannst á lífi – örfáum dögum eftir að fimm voru handteknir fyrir morðið á honum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svínsleg framkoma forsetans veldur meira fjaðrafoki en vanalega – Gekk Trump loksins of langt?

Svínsleg framkoma forsetans veldur meira fjaðrafoki en vanalega – Gekk Trump loksins of langt?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjaðrafok í netheimum því kona lauk doktorsnámi í stað þess að unga út börnum – „Njóttu kattanna þinna“

Fjaðrafok í netheimum því kona lauk doktorsnámi í stað þess að unga út börnum – „Njóttu kattanna þinna“
Pressan
Fyrir 5 dögum

MAGA-áhrifavaldur uggandi yfir stöðunni – „Repúblikanaflokkurinn glímir við nasistavanda“

MAGA-áhrifavaldur uggandi yfir stöðunni – „Repúblikanaflokkurinn glímir við nasistavanda“