fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

NASA og Nokia ætla að koma upp 4G farsímakerfi á tunglinu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 21. október 2020 20:30

Tunglið. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Finnska farsímafyrirtækið Nokia hefur verið valið af bandarísku geimferðastofnuninni NASA til að koma upp 4G farsímakerfi á tunglinu. Nokia er því fyrsta símafyrirtækið sem kemur upp farsímasambandi utan jarðarinnar. Verkefnið er hluti af fyrirætlunum NASA um að koma upp fastri viðveru manna á tunglinu á þessum áratug.

Uppsetning farsímakerfis er hluti af Artemis áætlun NASA sem snýr að því að senda konu og karl til tunglsins fyrir 2024. Þar eiga geimfararnir að gera ýmsar tilraunir og rannsóknir sem NASA vonast til að komi að gagni við undirbúning fyrstu mönnuðu geimferðarinnar til Mars.

Samkvæmt frétt The Guardian þá verður búnaði frá Nokia komið fyrir á yfirborði tunglsins með aðstoð farartækis sem Intuitive Machines mun smíða síðla árs 2022. Farsímakerfið mun tryggja að hægt verður að halda uppi nauðsynlegum fjarskiptum, fjarstýra tunglbílum, virkni leiðsögutækja og streymi hágæða myndbanda. Nokia segir að hægt verði að uppfæra 4G kerfið síðar og gera það að 5G kerfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rannsaka lát 19 ára stúlku á Tenerife

Rannsaka lát 19 ára stúlku á Tenerife
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning
Pressan
Fyrir 6 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði