fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Pressan

Norskir lögreglumenn trúðu ekki eigin augum í húsleitinni – Fundu flugskeyti

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 16. október 2020 21:05

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á miðvikudagskvöldið gerði norska lögreglan húsleit á heimili í Notodden. Þar fannst mikið magn vopna, skotfæra og sprengiefnis. Bæði frá hernum og einkaaðilum. En það sem gerði lögreglumennina orðlausa var að í húsinu var rússneskt flugskeyti, ætlað til að skjóta niður þyrlur.

Magnið var þvílíkt að það tók lögregluna og sprengjusérfræðinga hennar alla nóttina að flytja það á brott. Ekki er talið að nágrönnunum hafi stafað hætta af vopnunum og skotfærunum.

Sprengjusérfræðingar hersins aðstoðuðu lögregluna og hófust strax handa við að eyðileggja skotfæri sem ekki voru talin örugg.

Norska ríkisútvarpið hefur eftir talsmanni lögreglunnar að ekki sé talið að sprengihætta hafi verið á staðnum og að ekki hafi stafað hætta af flugskeytinu.

Lögmaður hins handtekna sagði að skjólstæðingur hans væri vopnasafnari og hafi haft heimild til að safna vopnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Settu líkið í kæli og héldu túrnum áfram – fjölskylda í áfalli eftir dauða á skemmtiferðaskipi

Settu líkið í kæli og héldu túrnum áfram – fjölskylda í áfalli eftir dauða á skemmtiferðaskipi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Sagðist hafa komið að konunni sinni meðvitundarlausri í baðkari en hafði í rauninni drekkt henni

Sagðist hafa komið að konunni sinni meðvitundarlausri í baðkari en hafði í rauninni drekkt henni
Pressan
Fyrir 1 viku

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill