fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Pressan

Ný rannsókn – Blóðflokkar fólks skipta máli varðandi kórónuveirusmit

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 15. október 2020 05:06

Mynd: Getty.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar danskrar rannsóknar sýna að það skiptir máli í hvaða blóðflokki fólk er þegar kemur að kórónuveirusmiti. Þetta getur hugsanlega haft áhrif á hverjir verða fyrst bólusettir þegar bóluefni gegn veirunni kemur á markað.

Danska ríkisútvarpið skýrði frá þessu í gærkvöldi. Fram kemur að blóðflokkur fólks geti skipt máli varðandi hvort það smitast af veirunni eða ekki. Þeir sem eru í blóðflokki 0 smitast sjaldnar en þeir sem eru í A, B eða AB.

Rannsóknin var unnin af vísindamönnum hjá dönsku blóðbönkunum, Árósaháskóla og Syddansk háskólanum.

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar eru 13% minni líkur á að smitast af kórónuveirunni ef fólk er í blóðflokki 0. Þetta þýðir að ef 100 smitaðir einstaklingar, í blóðflokkum A, B eða AB, finnast við skimun þá finnast aðeins 87 í blóðflokki 0 í sömu skimun.

Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í vísindaritinu Blood Advances.

Næsta verkefni vísindamannanna er að reyna að finna út úr af hverju blóðflokkur 0 veitir betri vernd gegn veirunni.

„Við vitum ekki ástæðuna ennþá en við vitum frá öðrum smitsjúkdómum að það geta verið tengsl á milli blóðflokks og þess að fá sýkingu,“

er haft eftir Torben Barington, prófessor við háskólasjúkrahúsið í Óðinsvéum, sem vann að rannsókninni.

Lars Østergaard, yfirlæknir á háskólasjúkrahúsinu í Árósum, sagði að niðurstöðurnar geti hugsanlega komið að gagni þegar bóluefni gegn veirunni verður tilbúið. Þá verði hugsanlega hægt að nota niðurstöðurnar þegar kemur að því að forgangsraða í bólusetningu.

Þrátt fyrir að líkurnar á að smitast séu minni fyrir fólk í ákveðnum blóðflokkum er mikilvægt að hafa í huga að allir geta smitast af veirunni. Barington lagði áherslu á að fólk haldi áfram að fylgja leiðbeiningum yfirvalda óháð því í hvaða blóðflokki það er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Laundóttir Pútíns stöðvuð í París: „Fyrir þremur vikum drap faðir þinn bróður minn“

Laundóttir Pútíns stöðvuð í París: „Fyrir þremur vikum drap faðir þinn bróður minn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hjónin lifðu í miklum lúxus í Dúbaí: Myrt á hrottalegan hátt eftir misheppnaða fjárkúgun

Hjónin lifðu í miklum lúxus í Dúbaí: Myrt á hrottalegan hátt eftir misheppnaða fjárkúgun
Pressan
Fyrir 6 dögum

Leikstjóri fékk milljarða frá Netflix til að gera þætti – Er nú sakaður um að hafa farið á stórbrotið eyðslufyllerí í staðinn

Leikstjóri fékk milljarða frá Netflix til að gera þætti – Er nú sakaður um að hafa farið á stórbrotið eyðslufyllerí í staðinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kjörinn fulltrúi Repúblikana sökuð um að hafa rænt unglingsdóttur kollega eftir að hann neitaði að sofa hjá henni

Kjörinn fulltrúi Repúblikana sökuð um að hafa rænt unglingsdóttur kollega eftir að hann neitaði að sofa hjá henni