fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Pressan

WHO segir hugmyndir um hjarðónæmi ósiðlegar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. október 2020 07:00

Mynd: Getty.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO segir að þeirri hugmynd hafi skotið upp hjá sumum að leyfa eigi kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, að fara óheft um samfélög heims til að hægt verði að mynda hjarðónæmi. Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO, segir að það sé „ósiðlegt“ að láta veiruna vera stjórnlausa í þessu skyni.

Þetta sagði hann á fréttamannafundi á mánudaginn. Hann sagði ekki hver, hverjir eða hvaða ríki hafi viðrað þessar hugmyndir. Hann sagði að hjarðónæmi hafi aldrei verið notað sem áætlun til að bregðast við faraldri. Hann segir slíkt vera óviðeigandi, bæði vísindalega og siðferðilega.

„Að láta veiru, sem við skiljum ekki til fulls, vera stjórnlausa er einfaldlega siðlaust. Það er ekki hægt,“

sagði hann.

Hann sagði að hjarðónæmi væri hugtak sem er notað í tengslum við bóluefni þegar réttum þröskuldi er náð hvað varðar fjölda ónæmra einstaklinga. Til dæmis er talið að ef 95% fólks er bólusett gegn mislingum þá njóti hin 5% verndar gegn sjúkdómnum.

„Hjarðónæmi næst með því að vernda fólk gegn veiru, ekki með því að smita það af henni,“

sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Birta dramatískar myndir af því þegar sonur leikstjórans var handtekinn

Birta dramatískar myndir af því þegar sonur leikstjórans var handtekinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 1 viku

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi
Pressan
Fyrir 1 viku

Fyrsta málsókn sinnar tegundar: ChatGPT sakað um að hafa átt þátt í fjölskylduharmleik

Fyrsta málsókn sinnar tegundar: ChatGPT sakað um að hafa átt þátt í fjölskylduharmleik
Pressan
Fyrir 1 viku

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill
Pressan
Fyrir 1 viku

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma