fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Pressan

Metfjöldi kórónuveirusmita á einum sólarhring í Bretlandi og Frakklandi

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 25. september 2020 06:15

Kórónuveira. Mynd: BSIP/UIG Via Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aldrei hafa fleiri greinst með kórónuveiruna á einum degi í Bretlandi eins og í gær. Þá voru staðfest 6.634 ný smit. Sömu sögu er að segja frá Frakklandi en þar greindust 16.096 með smit í gær en voru 13.072 á miðvikudaginn. Þetta var í fjórða sinn á átta dögum sem nýtt met varðandi fjölda smita var sett í Frakklandi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisyfirvöldum í löndunum tveimur. Einnig kemur fram að ekki hafi fleiri COVID-19 sjúklingar legið á frönskum sjúkrahúsum í tvo mánuði en þeir eru nú um 6.000. Þar af eru um 1.000 á gjörgæslu.

Tölurnar frá Bretlandi sýna að veiran hefur hreiðrað vel um sig þar í landi en einnig að nú taka Bretar miklu fleiri sýni en áður. Bresk stjórnvöld telja að um 10.000 manns smitist af veirunni daglega að sögn Matt Hancock heilbrigðisráðherra. Í fyrstu bylgju faraldursins í vor var talið að um 100.000 smituðust daglega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 6 dögum

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 1 viku

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum
Pressan
Fyrir 1 viku

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum
Pressan
Fyrir 1 viku

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi