fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Hafa leitað 17 ára stúlku síðan í júlí – Nú hefur málið tekið nýja stefnu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 16. september 2020 07:00

Bernadette. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 21. júlí tilkynntu foreldrar hinnar 17 ára Bernadette Walker, sem býr í Peterborough á Englandi, um hvarf hennar. Þá höfðu þau ekki séð hana í þrjá daga. Lögreglan hóf þegar mikla leit að henni en hefur ekki enn fundið hana. En á sunnudaginn tók málið nýja og óvænta stefnu.

BBC skýrir frá þessu. Fram kemur að á sunnudaginn hafi lögreglan handtekið foreldrana, þau Sarah og Scott Walker sem eru 37 og 50 ára, grunuð um að hafa myrt dóttur sína.

Þegar þau tilkynntu um hvarf Bernadette í sumar sögðu þau að hún hefði verið með þeim í bíl en hefði skyndilega stokkið út úr honum og hlaupið á brott. Þrír dagar liðu að þeirra sögn þar til þau sneru sér til lögreglunnar. Hjónin eiga níu börn.

Þau ræddu við Peterborough Matters nýlega og biðluðu til Bernadette að koma heim.

„Ég get ekki borðað eða drukkið. Ég sakna og elska elstu prinsessuna mína,“

sagði grátandi móðir hennar við blaðamann.

„Þú getur bara ímyndað þér hversu miklar áhyggjur við höfum. Við söknum þín. Við verðum að fá að vita að þú sért örugg. Við elskum þig,“

sagði faðir hennar við blaðamann Peterborough Matters.

Lögreglan hefur auglýst eftir Bernadette. Mynd:Lögreglan

Jon Hutchinson, talsmaður lögreglunnar, segir að lögreglan vonist til að finna Bernadette á lífi, enn sé möguleiki að hún sé á lífi.

„Af þeim sökum munum við gera allt sem í okkar valdi stendur til að komast að hvað gerðist og draga hina seku fyrir dóm,“

er haft eftir honum í fréttatilkynningu frá lögreglunni.

Lögreglan hefur nú biðlað til almennings um aðstoð við að finna Bernadette. Foreldrar hennar hafa verið úrskurðuð í gæsluvarðhald.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri