fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Pressan

Jacob gekk inn á rangt hótel – Það kostaði hann lífið

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. september 2020 05:40

Jacob Billington. Mynd:West Midlands-Police

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mikið áfall að endurfundir gamalla skólasystkina hafi endað svo hörmulega segir lögreglan í Birmingham á Englandi í kjölfar hnífaárásar í borginni aðfaranótt sunnudags. Lögreglan segir að Jacob Billington, 23 ára, hafi verið að hitta gamla skólafélaga þegar hann var stunginn til bana.

The Times segir að Jacob og félagar hans hafi gist á einu af þremur hótelum Ibis í borginni. En þeir fóru hótelvillt og reyndu að skrá sig inn á rangt hótel. Þar réðst árásarmaðurinn á Billington og vin hans og stakk þá áður en hann hljóp á brott. Jacob lést en vinur hans slapp lifandi frá árásinni.

Morðinginn. Mynd:West Midlands-Police

Lögreglunni var tilkynnt um hnífsstungu í miðborginni klukkan hálf eitt aðfaranótt sunnudags. Fyrsta tilkynningin var um mann sem var stunginn við Constitution Hill. Þar fundu lögreglumenn mann sem var með smávægilega áverka. 20 mínútum síðar var tilkynnt um hnífsstungu í Livery Street. Þar fann lögreglan þrítugan mann, sem var illa særður, og konu sem var minna særð. Því næst var það Irving Street þar sem lögreglumenn fundu Jacob og vin hans illa særða. Tíu mínútum síðar var það Hurst Street þar sem 22 ára kona fannst illa særð auk tveggja karla sem voru minna særðir.

27 ára maður var síðar handtekinn, grunaður um ódæðisverkin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn