fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Pressan

Jacob gekk inn á rangt hótel – Það kostaði hann lífið

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. september 2020 05:40

Jacob Billington. Mynd:West Midlands-Police

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mikið áfall að endurfundir gamalla skólasystkina hafi endað svo hörmulega segir lögreglan í Birmingham á Englandi í kjölfar hnífaárásar í borginni aðfaranótt sunnudags. Lögreglan segir að Jacob Billington, 23 ára, hafi verið að hitta gamla skólafélaga þegar hann var stunginn til bana.

The Times segir að Jacob og félagar hans hafi gist á einu af þremur hótelum Ibis í borginni. En þeir fóru hótelvillt og reyndu að skrá sig inn á rangt hótel. Þar réðst árásarmaðurinn á Billington og vin hans og stakk þá áður en hann hljóp á brott. Jacob lést en vinur hans slapp lifandi frá árásinni.

Morðinginn. Mynd:West Midlands-Police

Lögreglunni var tilkynnt um hnífsstungu í miðborginni klukkan hálf eitt aðfaranótt sunnudags. Fyrsta tilkynningin var um mann sem var stunginn við Constitution Hill. Þar fundu lögreglumenn mann sem var með smávægilega áverka. 20 mínútum síðar var tilkynnt um hnífsstungu í Livery Street. Þar fann lögreglan þrítugan mann, sem var illa særður, og konu sem var minna særð. Því næst var það Irving Street þar sem lögreglumenn fundu Jacob og vin hans illa særða. Tíu mínútum síðar var það Hurst Street þar sem 22 ára kona fannst illa særð auk tveggja karla sem voru minna særðir.

27 ára maður var síðar handtekinn, grunaður um ódæðisverkin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra
Pressan
Fyrir 5 dögum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Mæðgur voru ofsóttar af eltihrelli í 12 ár – „Ég hef loksins fundið þig“

Mæðgur voru ofsóttar af eltihrelli í 12 ár – „Ég hef loksins fundið þig“
Pressan
Fyrir 1 viku

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 1 viku

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 1 viku

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“
Pressan
Fyrir 1 viku

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum