fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Pressan

Hún hafnaði Joe Biden fimm sinnum – Nú getur hún orðið næsta forsetafrú

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 27. ágúst 2020 05:45

Joe og Jill Biden í forgrunni. Mynd: EPA-EFE/DNCC

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Joe Biden var formlega útnefndur sem forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins aðfaranótt miðvikudags birtist eiginkona hans, Jill Biden, einnig á sjónvarpsskjánum. Frá tómri kennslustofu í Delaware hvatti hún kjósendur til að kjósa eiginmann sinn. Það þarf auðvitað ekki að koma á óvart en það kom kannski sumum á óvart að hún var í skólastofu.

Jill lýsti því sjálf þannig að þögnin í tómri stofunni væri „þung“ og vísaði þar til skólalokanna vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Þessi skólastofa er stofan sem Jill kenndi í í upphafi tíunda áratugarins. En nú gæti hún orðið næsta forsetafrú Bandaríkjanna og ef marka má orð Joe Biden þá er það reynsla hennar sem konu, móður og kennara í tæp 30 ár sem gerir hana að rétta kandídatinum.

„Þið öll þarna úti, hugsið bara um uppáhaldskennarann ykkar sem byggði upp trú ykkar á ykkur sjálf. Það er þannig forsetafrú sem Jill Biden verður,“

sagði Joe Biden þegar hann steig inn í mynd í lok ræðu Jill og tók utan um hana.

Hafnaði Joe Biden fimm sinnum

Jill var gift Bill Stevenson, fyrrum íþróttamanni, áður en hún giftist Joe Biden. Samband hennar og Joe Biden hófst 1975 þegar bróðir Joe leiddi þau saman. Jill var þá 24 ára og var að ljúka háskólanámi. Joe, sem er níu árum eldri en hún, var þá einn yngsti þingmaður landsins.

Í væntanlegri heimildamynd frá CNN segir Joe Biden frá því að hann hafi þurft að biðja Jill fimm sinnum áður en hún féllst á að giftast honum. Jill segir í sömu mynd að þetta hafi verið vegna harmleiksins sem skall á Joe 1973 þegar þáverandi eiginkona hans, Neilia Hunter, og eins árs dóttir þeirra, Naomi, létust í umferðarslysi. Synir þeirra tveir voru einnig í bílnum  en lifðu slysið af.

„Ég gat ekki látið það gerast að þeir (synir Joe Biden, innskot blaðamanns) misstu aðra móður. Ég varð að vera 100% örugg.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Birta dramatískar myndir af því þegar sonur leikstjórans var handtekinn

Birta dramatískar myndir af því þegar sonur leikstjórans var handtekinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 1 viku

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi
Pressan
Fyrir 1 viku

Fyrsta málsókn sinnar tegundar: ChatGPT sakað um að hafa átt þátt í fjölskylduharmleik

Fyrsta málsókn sinnar tegundar: ChatGPT sakað um að hafa átt þátt í fjölskylduharmleik
Pressan
Fyrir 1 viku

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill
Pressan
Fyrir 1 viku

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma