fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Pressan

Facebook er tilbúið með áætlun ef Trump lýsir yfir ótímabærum sigri í forsetakosningunum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 26. ágúst 2020 18:30

Færsla á Facebook bjargaði íbúum fjölbýlishúss frá hörmungum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Facebook er nú að búa sig undir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í byrjun nóvember en miðillinn mun væntanlega leika stórt hlutverk í baráttunni sem fram undan er. Miðillinn er meðal annars að undirbúa sig undir aðgerðir sem eiga að geta komið í veg fyrir að Donald Trump, forseti, geti dreift fölskum upplýsingum eftir kosningarnar ef að úrslitin verða ekki mjög afgerandi.

New York Times skýrir frá þessu og hefur eftir starfsmanni Facebook. Blaðið segir að starfshópur, undir forystu Mark Zuckerberg, forstjóra og aðaleiganda Facebook, fundi daglega til að fara yfir hugsanlegar sviðsmyndir. Ein þeirra sem hefur verið fjallað um er að Trump og kosningateymi hans lýsi hann sigurvegara á samfélagsmiðlum þótt hann tapi.

Önnur sviðsmynd sem er til umfjöllunar er hvernig á að bregðast við ef Trump ræðst á bandarísku póstþjónustuna og sakar hana um að hafa týnt atkvæðum en með þessu getur hann vakið upp efasemdir um niðurstöðurnar.

Hjá Facebook er einnig verið að íhuga að setja upp svokallaðan „kill switch“ sem getur lokað á allan pólitískan áróður eftir kjördag ef úrslitin verða ekki afgerandi. Talið er að líkurnar á því hafi aukist vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar því mun fleiri munu kjósa bréfleiðis en nokkru sinni áður. Það mun því taka drjúgan tíma að telja öll atkvæðin og ljóst er að talningu lýkur ekki á kjördag eða kosninganótt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“
Pressan
Í gær

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?