fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
Pressan

Ekki verður hægt að stöðva bráðnun Grænlandsjökuls

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 15. ágúst 2020 14:00

Hluti Grænlandsjökuls. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna við Ohio State University benda til að bráðnun Grænlandsjökuls hafi náð því stigi að ekki sé lengur hægt að stöðva hana og því verði ekki aftur snúið.

CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að frá Grænlandsjökli renni rúmlega 280 milljarðar rúmmetra af bráðnandi ís út í sjóinn árlega. Jökullinn á stærstan hlut í að sjávarborð fer hækkandi að sögn Michalea King, sem vann að rannsókninni.

Bráðnunin hefur verið svo mikil á síðustu árum að það hefur valdið mælanlegum breytingum á þyngdarsviðinu yfir Grænlandi.

Ian Howat, sem einnig vann að rannsókninni, sagði að jökullinn sé nú í þeirri stöðu að þótt við gætum snúið aftur til loftslags eins og var fyrir 20 til 30 árum þá myndi jökullinn fljótlega fara að tapa massa.

Bráðnun Grænlandsjökuls veldur því að yfirborð sjávar hækkar um rúmlega einn millimetra á ári og líklegt má telja að sú tala hækki. Hækkun sjávarborðs kemur sér illa fyrir mörg ríki sem standa lágt yfir sjávarborði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nú verður brátt hægt að fá vinsælt offitulyf í töfluformi

Nú verður brátt hægt að fá vinsælt offitulyf í töfluformi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússneskur herforingi sprengdur í loft upp

Rússneskur herforingi sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meintur búðarþjófur reynir að skjóta lögreglumann – Sjáðu myndbandið

Meintur búðarþjófur reynir að skjóta lögreglumann – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 5 dögum

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Beinagrind horfins manns fannst í bílskúr

Beinagrind horfins manns fannst í bílskúr
Pressan
Fyrir 6 dögum

Vonast til að leysa loksins ráðgátuna um morðið á litlu fegurðardrottningunni eftir að ný sönnunargögn komu fram

Vonast til að leysa loksins ráðgátuna um morðið á litlu fegurðardrottningunni eftir að ný sönnunargögn komu fram