fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
Pressan

Ekki verður hægt að stöðva bráðnun Grænlandsjökuls

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 15. ágúst 2020 14:00

Hluti Grænlandsjökuls. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna við Ohio State University benda til að bráðnun Grænlandsjökuls hafi náð því stigi að ekki sé lengur hægt að stöðva hana og því verði ekki aftur snúið.

CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að frá Grænlandsjökli renni rúmlega 280 milljarðar rúmmetra af bráðnandi ís út í sjóinn árlega. Jökullinn á stærstan hlut í að sjávarborð fer hækkandi að sögn Michalea King, sem vann að rannsókninni.

Bráðnunin hefur verið svo mikil á síðustu árum að það hefur valdið mælanlegum breytingum á þyngdarsviðinu yfir Grænlandi.

Ian Howat, sem einnig vann að rannsókninni, sagði að jökullinn sé nú í þeirri stöðu að þótt við gætum snúið aftur til loftslags eins og var fyrir 20 til 30 árum þá myndi jökullinn fljótlega fara að tapa massa.

Bráðnun Grænlandsjökuls veldur því að yfirborð sjávar hækkar um rúmlega einn millimetra á ári og líklegt má telja að sú tala hækki. Hækkun sjávarborðs kemur sér illa fyrir mörg ríki sem standa lágt yfir sjávarborði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Telur þetta raunverulegu ástæðuna fyrir því að geimverur hafi ekki haft samband við okkur

Telur þetta raunverulegu ástæðuna fyrir því að geimverur hafi ekki haft samband við okkur
Pressan
Í gær

Fyrrum eiginkona Andrésar Bretaprins á barmi taugaáfalls yfir að missa titlana – „Þau eru stöðugt að rífast og staðan orðin ljót“

Fyrrum eiginkona Andrésar Bretaprins á barmi taugaáfalls yfir að missa titlana – „Þau eru stöðugt að rífast og staðan orðin ljót“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump hækkar tolla á Kanada út af auglýsingu

Trump hækkar tolla á Kanada út af auglýsingu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Slapp úr haldi eftir fimm ár í hryllingshúsi

Slapp úr haldi eftir fimm ár í hryllingshúsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ferðamenn á Kanarí hvattir til að leika þetta ekki eftir – „Ekki fært mér neitt nema ógæfu“

Ferðamenn á Kanarí hvattir til að leika þetta ekki eftir – „Ekki fært mér neitt nema ógæfu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ólýsanleg hefnd: „Viltu horfa á barnið þitt deyja, eða viltu að barnið horfi á þig deyja?“

Ólýsanleg hefnd: „Viltu horfa á barnið þitt deyja, eða viltu að barnið horfi á þig deyja?“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Andrés prins var með starfsmannanet til að veiða konur til kynlífs – Hann var með týpu

Andrés prins var með starfsmannanet til að veiða konur til kynlífs – Hann var með týpu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hélt að 11 ára sonurinn væri drukkinn – Það reyndust banvæn mistök

Hélt að 11 ára sonurinn væri drukkinn – Það reyndust banvæn mistök