fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Setja tveggja ára gamlar flugvélar í geymslu í eyðimörkinni

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. ágúst 2020 22:00

Dreamliner vél Qantas. Mynd: EPA-EFE/DEAN LEWINS AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið hefur verið erfitt fyrir flugiðnaðinn um allan heim vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Ástralska flugfélagið Qantas hefur fundið fyrir því eins og flest flugfélög. Félagið hefur tekið Airbus A380 vélar sínar úr notkun vegna faraldursins og bætir nú enn við og „leggur“ tveggja ára gömlum Boeing 787-9 Dreamliner vélum sínum í Mojave eyðimörkinni í suðurhluta Kaliforníu.

Síðan faraldurinn hófst hafa vélarnar verið notaðar til að sækja ástralska strandaglópa víða um heiminn en nú er komið að því að vélarnar fái frí og fái að standa í eyðimörkinni. Flestar vélanna 11 verða geymdar á Victorville Southern California Logistics Airport en þar eru fyrir um 200 farþegaflugvélar frá flugfélögum víða að úr heiminum.

Qantas heldur þó nokkrum Dreamliner vélum heima í Ástralíu til að geta brugðist við ef þörf verður á flugi. Félagið væntir þess að vélarnar verði í Kaliforníu þar til í júlí á næsta ári. Ástæðan fyrir að vélarnar eru geymdar í eyðimörk í Kaliforníu frekar en ástralskri eyðimörk er að loftslagið. Það er mun rakara loft í Ástralíu en það eru ekki kjöraðstæður fyrir geymslu flugvéla og því varð Kalifornía fyrir valinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal
Pressan
Í gær

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Upplifði óbærilegan sársauka fyrir andlátið – „Það braut hana niður“

Upplifði óbærilegan sársauka fyrir andlátið – „Það braut hana niður“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Geta þessar myndir virkilega sagt til um persónuleika þinn?

Geta þessar myndir virkilega sagt til um persónuleika þinn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvað hugsar hundurinn þinn þegar þú ferð að heiman?

Hvað hugsar hundurinn þinn þegar þú ferð að heiman?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á tannburstinn að fara í uppþvottavélina

Þess vegna á tannburstinn að fara í uppþvottavélina