fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Pressan

Rúmlega ein milljón kórónuveirusmita í Afríku

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 7. ágúst 2020 11:01

Kórónuveira. Mynd: BSIP/UIG Via Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag urðu þau sorglegu tímamót að fjöldi kórónuveirusmitaðra í Afríku fór yfir eina milljón. Rúmlega helmingur smitanna er í Suður-Afríku. Þar hafa rúmlega 538.000 manns greinst með smit, þar af rúmlega 8.000 á síðasta sólarhring.

En þrátt fyrir mikinn fjölda smita er dánartíðnin lægri en víða annars staðar. Fram að þessu hafa 9.604 andlát af völdum COVID-19 verið staðfest í Suður-Afríku.

Zweli Mkhize, heilbrigðisráðherra, segir að smitkúrvan sé byrjuð að fletjast út og að fyrstu bylgju faraldursins ljúki hugsanlega í ágúst en hann óttast önnur bylgja sé í uppsiglingu.

„Það er enn hætta á annarri smitbylgju svo smitvarnirnar, sem við höfum tekið upp, verða að gilda áfram.“

Sagði hann að sögn BBC.

Cyril Ramaphosa, forseti landsins, sagði fyrr í vikunni að auk þess að glíma við veiruna þurfi að takast á við það sem hann segir vera „hýenur“ í samfélaginu. Þar á hann við opinbera starfsmenn og fólk úr fjármálageiranum sem reynir að hagnast á faraldrinum með því að koma verði smitvarnarbúnaðar upp úr öllu valdi.

„Tilraunir til að hagnast á þessum hörmungum, sem krefjast mannslífa daglega, er rán.“

Sagði forsetinn við það tækifæri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stjarna úr Húsinu á sléttunni afhjúpar vináttu sína við The Doors goðsögnina

Stjarna úr Húsinu á sléttunni afhjúpar vináttu sína við The Doors goðsögnina
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist hafa myrt vinnufélaga sinn af því honum líkaði ekki við hana

Sagðist hafa myrt vinnufélaga sinn af því honum líkaði ekki við hana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lá óhreyft uppi á háalofti áratugum saman – reyndist verðmætara en nokkur hefði trúað

Lá óhreyft uppi á háalofti áratugum saman – reyndist verðmætara en nokkur hefði trúað
Pressan
Fyrir 3 dögum

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stjúpbróðirinn sagður hafa verið með Önnu á heilanum – „Hún þorði ekki að segja frá því“

Stjúpbróðirinn sagður hafa verið með Önnu á heilanum – „Hún þorði ekki að segja frá því“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Matarsendill kærði viðskiptavin fyrir blygðunarsemisbrot en var sjálf handtekin fyrir að deila myndefni af honum

Matarsendill kærði viðskiptavin fyrir blygðunarsemisbrot en var sjálf handtekin fyrir að deila myndefni af honum