fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Morðalda skekur bandaríska herstöð

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 29. júlí 2020 07:01

Hliðið að Fort Hood. Mynd:EPA/TANNEN MAURY

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir rúmri viku fannst lík Mehjor Morta um 30 kílómetra frá Fort Hood herstöðinni í Texas í Bandaríkjunum. Þetta var þriðja dauðsfallið í herstöðinni í júlí. Það sem af er ári hafa sjö hermenn fundist látnir í og við herstöðina, sumir þeirra voru myrtir.

Lík Morta fannst nærri Stillhouse Lake þann 17. júlí. Dánarorsök liggur ekki enn fyrir en ekki er hægt að útiloka að hann hafi verið myrtur. Yfirmaður hans, Neil Amstrong, sagði að sögn Bild, að Morta hafi verið mikilvægur hlekkur í félagsskapnum í herstöðinni og verði sárt saknað. Félagar hans séu í sárum vegna dauða hans.

Mejhor Morta. Mynd:US Army

Það mál, tengt herstöðinni, sem hefur vakið mesta athygli kom upp í byrjun júlí þegar líkamsleifar Vanessa Guillen fundust nærri herstöðinni. Hennar hafði verið saknað síðan 22. apríl. CBS News hefur eftir ættingjum hennar að hún hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi af leiðbeinanda sínum en hafi ekki tilkynnt það til yfirmanna herstöðvarinnar.

„Hún hræddist að tilkynna þetta því það var leiðbeinandi sem stóð á bak við þetta kynferðislega ofbeldi. Hún óttaðist hefnd.“

Sagði Nathalie Khawam lögmaður fjölskyldu Guillen.

Þegar þessar ásakanir voru gerðar opinberar sneru lögreglumenn sér að meintum ofbeldismanni, Aaron David Robinson, og hugðust handtaka hann. Hann dró þá upp skammbyssu og fyrirfór sér.

Vanessa Guillen: Mynd/Twitter

En önnur andlát, tengd herstöðinni, sem eru óupplýst eru:

Andlát Freddy Beningo Delacruz sem fannst látinn í mars. Andlát hans er rannsakað sem morð.

Andlát Shelby Tyler Jones sem var skotinn til bana í mars. Lík hans fannst ekki fjarri herstöðinni. Morðinginn hefur ekki náðst.

Andlát Christopher Wayne Sawyer sem fannst látinn í mars þar sem hann átti að standa varðstöðu. Ekkert hefur komið fram sem bendir til að hann hafi verið myrtur.

Andlát Brandon Scott Rosencrans sem fannst látinn í Harker Heights, sem er nærri herstöðinni, í maí. Málið er rannsakað sem morð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir brúðgumans hraunaði yfir gest fyrir ósæmilega hegðun í veislunni

Móðir brúðgumans hraunaði yfir gest fyrir ósæmilega hegðun í veislunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því
Pressan
Fyrir 5 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 6 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós