fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Geimferð til Mars á að finna svar við einni stærstu spurningu sögunnar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 29. júlí 2020 07:43

Mars. Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Næsta stóra verkefni bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA er að senda geimfar til Mars. Þann 30. júlí verður geimfari á vegum NASA skotið á loft og hefst þá næsta verkefni stofnunarinnar á Mars. Markmiðið með þessu verkefni er að fá svar við einni stærstu spurningunni sem hefur leitað á mannkynið frá upphafi: Er líf utan jarðarinnar? Var líf á Mars eða er kannski líf þar?

Spurningin um stöðu okkar í alheiminum hefur lengi leitað á fólk en eins og er vitum við ekki annað en að jörðin okkar sé eini staðurinn í alheiminum þar sem líf er að finna. En margir vísindamenn telja að við færumst sífellt nær því að fá svar við því hvort við séu virkilega ein.

En það er fleira en leit að lífi sem þetta verkefni snýst um. Gera á tilraunir með hvort hægt sé að framleiða súrefni á Mars fyrir geimfara sem verða væntanlega sendir þangað innan ekki svo margra ára. Um borð í geimfarinu verða meðal annars lítil þyrla og sjálfstýrt vélmenni.

Þessi geimferð er hluti af mörgum verkefnum á Mars síðan fyrstu myndirnar voru teknar af yfirborði Mars 1964. Síðan þá hafa mörg geimför verið send til plánetunnar sem er sú pláneta sem við höfum rannsakað mest, þar á meðal að ummerkjum um líf. Vélmenni, eða öllu heldur Marsbílar, hafa verið sendir til plánetunnar og þeir hafa gert merkar uppgötvanir. Meðal annars geta vísindamenn með mikilli vissu sagt að fyrir milljörðum ára hafi verið mikið af fljótandi vatni á Mars.

Perseverance Marsbíllinn. Mynd:NASA

Nýi Marsbíllinn, Perseverance, á að einbeita sér að leit að ummerkjum um líf á plánetunni, hvort sem það er útdautt eða enn til staðar. Perseverance er í raun akandi tilraunastofa með fjölda háþróaðra myndavéla. Þær verða notaðar til að greina efnafræðilega samsetningu á yfirborðinu og geta séð hugsanleg merki um steingert líffræðilegt efni í bergi. Ekki er talið útilokað að örverur þrífist á Mars, á yfirborðinu eða undir því, og munu rannsóknir einnig beinast að því.

Evrópska geimferðastofnunin ESA sendir geimfar til Mars 2022 en í þeirri ferð á að bora tvo metra niður í yfirborðið. Ekki er talið útilokað að þá finnist líf því vitað er að vatn, sem er bundið við málma, er þar að finna.

Menn til Mars?

En leitin að lífi er ekki eina verkefni næstu geimferðar því í henni verður prófað hvort hægt er að búa til súrefni úr innihaldi andrúmsloftsins á Mars en CO2 er aðaluppistaðan í því. Það kann að virðast sem svo að langt sé í að menn verði sendir til Mars en svo er ekki að margra mati.

Orion geimfar. Mynd: EPA-EFE/JIM LO SCALZO

Milljarðamæringurinn Elon Musk, maðurinn á bak við SpaceX, hefur mikinn áhuga á að senda menn til Mars og koma þar upp varanlegri búsetu. Hann vinnur hörðum höndum að þessu en ástæðan fyrir áhuga hans á þessu er að það sé ekki nóg fyrir okkur sem tegund að búa á einni plánetu ef við viljum lifa af. Stephen Hawking heitinn, sem var heimsfrægur eðlisfræðingur, var sömu skoðunar og sagði að mannkynið neyðist til að koma sér fyrir á öðrum plánetum til að tryggja tilvist sína.

Perseverance verður skotið á loft með þessari geimflaug. Mynd: (NASA/Joel Kowsky)

NASA vinnur einnig að undirbúningi mannaðrar geimferðar til Mars. Þar á bæ er það geimfarið Orion sem á að flytja menn til plánetunnar. Bandarísk stjórnvöld hafa gefið út að senda eigi menn til Mars á fjórða áratug aldarinnar og hann er nú ekki svo langt undan. Svo er spurningin hvort aðrir verði fyrri til eða hvort undirbúningur þeirra undir slíka ferð þrýsti svo á NASA að stofnunin flýti verkefninu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Í gær

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“