fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Pressan

Twitter fjarlægir mörg þúsund samsæriskenningaaðganga stuðningsmanna Trump

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 24. júlí 2020 18:15

Sérstöku sambandi Trump og Twitter lýkur senn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Twitter hefur eytt rúmlega 7.000 aðgöngum sem tengjast hinni svokölluðu Qanon-hreyfingu eða samsæriskenningu. Forsvarsmenn Twitter segja þetta gert til að takmarka útbreiðslu samsæriskenninga.

QAnon samsæriskenningin, sem margir stuðningsmanna Donald Trump aðhyllast, gengur út á, án nokkurra trúverðugra sannana, að Bandaríkjunum hafi áratugum saman verið stýrt af samtökum sem er lýst sem alþjóðlegri elítu djöfladýrkenda. Í þessum samtökum eiga meðal annars að vera Hollywoodstjörnur og það sem QAnon kallar „djúpríkið“.

QAnon-áhangendur eru einnig sannfærðir um að leynilegt samsæri sé í gang sem beinist gegn Donald Trump. Þeir hafa óspart notað samfélagsmiðla til að ráðast gegn andstæðingum Trump.

„Við höfum gert það ljóst að við munum taka harkalega á því sem getur valdið tjóni í hinum raunverulega heimi. Í tengslum við það munum við í þessari viku halda áfram með aðgerðir gegn QAnon á miðlinum okkar.“

Segja talsmenn Twitter.

Auk þess að eyða og loka aðgöngum tengdum QAnon mun Twitter loka fyrir að hægt sé að deila vefsíðum sem tengjast hreyfingunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Víðtæk leit að manni sem grunaður er um að skjóta fjóra menn til bana á bar

Víðtæk leit að manni sem grunaður er um að skjóta fjóra menn til bana á bar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

ChatGPT er meðuppalandi – „Frábært að slökkva á heilanum og láta gervigreindina hjálpa mér að ala upp barnið mitt“

ChatGPT er meðuppalandi – „Frábært að slökkva á heilanum og láta gervigreindina hjálpa mér að ala upp barnið mitt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál
Pressan
Fyrir 4 dögum

Talsmaður Hvíta hússins blandar sér í auglýsingadramað – „Þeir eru komnir með nóg af þessu rugli“

Talsmaður Hvíta hússins blandar sér í auglýsingadramað – „Þeir eru komnir með nóg af þessu rugli“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut