fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Segir frá margvíslegri áreitni – „Hann vildi sofa hjá mér“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 9. júlí 2020 05:45

Milicia Dabovic. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Serbneska körfuboltakonan Milicia Dabovic hefur upplifað eitt og annað í lífinu, þar af ýmislegt í tengslum við feril sinn á meðal þeirra bestu í greininni. Hún hætti keppni fyrir fjórum árum eftir að hafa unnið til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum í Brasilíu með serbneska liðinu.

Eitt mál situr ofarlega í huga hennar.

„Ég skrifaði undir samning. Þegar ég byrjaði hjá félaginu hringdi yfirmaður í mig. Hann vildi sofa hjá mér. Ég sagði nei og yfirgaf félagið.“

Sagði hún í samtali við Alo. Í nýrri bók segir hún að mál sem þetta hafi ekki verið einsdæmi. Hún upplifið álíka hluti margoft á ferlinum, það er að háttsettir menn innan liðanna vildu stunda kynlíf með henni.

Hún var rekin frá félagi einu þegar hún neitaði að stunda kynlíf með yfirmanni og fékk að auki ekki greidd laun fyrir þann tíma sem hún hafði verið hjá félaginu. Hún segir þetta hafa verið erfiðan tíma en hún sjái ekki eftir neinu.

„Ég er ánægð með að ég glennti ekki fæturna í sundur. Ég gerði það ekki því ég þénaði vel og ég gerði það ekki þegar ég fékk ekki neitt borgað. Ég er með góða samvisku og get horft á sjálfa mig í spegli án vandræða.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið